Uni

*Freyja – Tunglathöfn á veraldarvefnum*


*Ástargyðjan Freyja og Norræna Vorið*

Fullt Tungl 31.mars 2018
– Tunglathöfn á Veraldarvefnum –

Norræna Árstíðarhjólið snýst, Vorjafndægur og ástargyðjan Freyja ráða nú ríkjum.
Vorið tekur hæg skref í átt að bjartari tímum.
Freyja birtist í náttúrunni á þessum árstíma sem brumið á trjánum, sem mjúkur vordagur þar sem blærin kyssir kinn, og sem fallegt vorblóm sem gleður hjartað. Hún minnir okkur á vonina og trúnna á að jafnvel eftir langan, dimman veturinn kemur ljúft vorið að lokum. Þó svo að veturinn haldi sér enn fast í náttúruna að þá á fullu Páskatungli fögnum við vori með von í hjarta.

Unnur Arndísardóttir Seiðkona býður konum að sameinast í töfrandi athöfn á veraldarvefnum, á fullu tungli um Páska. Hún býður uppá athöfn á netinu þar sem þú færð senda uppskrift af seremoníu sem þú getur gert heima í stofu, sem inniheldur hljóðupptöku með Gyðju-Hugleiðslu.

Unnur býður þér að tengjast Íslensku Gyðjunum og Tunglorkunni á fullu tungli. Skráðu þig og fáðu senda tunglathöfn sem þú getur gert í rólegheitum heima hjá þér.

Við biðjum Freyju að aðstoða okkur við að hrista af okkur vetrardoðann, og bjóða mýkt og blessun vorsins inn í líf okkar.

Sameinumst í Systrahring á Fullu tungli og tendrum vonarneista vorsins, hvar sem við erum staddar. 

Athöfnin kostar 3500 kr

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á uni@uni.is 

 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 8 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

~Norræna Tunglið~
Unnur Arndísardóttir Seiðkona býður uppá tunglathafnir á netinu sem hún kallar Norræna Tunglið.
Á öllum 12 nýju tunglum ársins 2018, og á 4 fullum tunglum, getur þú fengið sent á tölvupóstinn þinn tunglathafnir sem þú getur gert sjálf heima í stofu.  Þú færð sendar hugleiðslur, öndunaræfingar,  uppskrift af seremoníu sem þú getur gert heima í stofu og upplýsingar um Gyðjuna sem fylgir tunglinu og árstíðinni hvert sinn. Þú færð tækifæri til að tengjast Íslensku Gyðjuorkunni, Tunglorkunni og Móður Jörð. Við ferðumst í gegnum árið og kynnumst hvernig tunglorkan og árstíðirnar á Íslandi hafa áhrif á okkar innra líf og líðan.

“Norræna tunglið” veitir þér fallegt ferðalag í átt að sjálfri þér. Þar sem tunglorkan, Íslenska Gyðjuorkan og Móður Jörð leiðir þig í átt að töfrunum hið innra.

Skráning hjá Unni Arndísar á uni@uni.is 

Nánari upplýsingar um Norræna Tunglið má nálgast hér:  https://www.uni.is/norraena-tunglid/