Uni

Friggjar-athöfn á Nýju Tungli

 

Friggjar-athöfn 

Gyðjuathöfn á Nýju Tungli tileinkuð Gyðjunni Frigg
Laugardaginn 11.ágúst 2018 kl 14:00 – 16:00
í Andagift – súkkulaðisetri – Reykjavík

Laugardaginn 11.ágúst nk. fögnum við Nýju tungli með Gyðjuathöfn!
Gyðjuathöfnin er fyrir konur á öllum aldri, þar sem Gyðjunni hið innra er fagnað! 

Nú snýst Norræna Árstíðarhjólið og fögnum við árstíma Móðurinnar Frigg.
Gyðjan Frigg er hin mikla Móðir Norðursins, Hún er Móðir alls, Hún er umvefjandi móðurfaðmurinn og allsnægtir sumarsins.
Hin töfrandi Móðurorka Norðursins ber með sér mysteríu og birtist í opnu landslaginu. Hún er umvefjandi Móðurfaðmurinn sem elskar hvert okkar, nærir okkur og klæðir.
Í enda sumars lítum við yfir farin veg. Þökkum fyrir sumarið og birtuna, og tileinkum okkur eiginleika allsnægta og sumars í blóma. 

Í Gyðjuathöfn tileinkaðri Gyðjunni Frigg sameinumst við í heilögum hring, óskum okkur og hugleiðum, hreinsum og undirbúum okkur fyrir haust og komandi tíma. 

Allar konur hjartanlega velkomnar.

Friggjarathöfnin fer fram í Andagift súkkulaðisetri – Rauðarárstíg 1, 101 Reykjavík. 

Það kostar 5.000 kr að vera með.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 8 árin haldið Freyjudaga, Tungl- og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum, Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.