Uni

*Gyðjunámskeið – Seiðlæti*

 

Frigg og Gyðjur Fensala
~Gyðjunámskeið~

~Seiðlæti~

Laugardaginn 18.ágúst kl 10:00-17:00

Seiðlæti, þau Reynir Katrínar og Unnur Arndísar bjóða uppá Gyðjunámskeið í Om Setrinu Reykjanesbæ Laugardaginn 18.ágúst.
Á Gyðjunámskeiðinu kynna þau Frigg og Gyðjur Fensala, ásamt því að kenna leiðir til að tengja við íslensku Gyðjurnar með athöfnum, hugleiðslum og orkuæfingum. 

Frigg og Gyðjur Fensala eru Norrænu Gyðjurnar – og hafa Seiðlæti unnið að því seinustu 15 árin að semja tónlist og athafnir þeim til heiðurs og ljóma.
Á námskeiðinu færðu tækifæri til að kynnast Gyðjunum og orku Fensala, og öðlast verkfæri sem aðstoða þig við að tengja við þinn eigin lífskraft.
Gyðjur Fensala bjóða okkur tengingu við okkar eigin kraft og innri visku, og orka Fensala veitir aðstoð við að auka sköpun, þróun og styrk. 

Námskeiðið fer fram í Om setrinu, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbæ.
Laugardaginn 18.ágúst 2018, kl 10:00-17:00

Námskeiðið kostar 27.000 kr
Innifalið í námskeiðinu er vinnuhefti með Gyðjuljóðunum, léttur hádegisverður, te og kaffi, og einnig aðgangur að tónleikum Seiðláta í Om setrinu Föstudaginn 17.ágúst kl 20:00

Skráning og nánari upplýsingar:  seidlaeti@seidlaeti.com  

Seiðlæti skipa þau Unnur Arndísar seiðkona og tónlistarkona, og Reynir Katrínar Galdrameistari og listamaður. Reynir skrifaði Þagnarþulur – ljóð tileinkuð Íslenskum Gyðjum og Unnur hefur samið tónlist við ljóðin. Þau hafa unnið að þessu verkefni í yfir 15 ár og gáfu út plötuna Þagnarþulur sumarið 2017. Tónlist Seiðláta er þjóðleg, seiðmögnuð, full af dulúð og undir áhrifum frá Íslenskri náttúru. 

Seiðlæti
www.seidlaeti.com
s. 696-5867 / 861-2004