Jakkafatajóga

 
 

Jakkafatajóga

 

Það er mér sönn ánægja að tilkynna að ég hef gengist til liðs við Jakkafatajóga© teymið.

Ég hef tekið að mér að bjóða uppá Jakkafatajóga© á Suðurlandi. Jakkafatajóga© er hugsað fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar sem Jakkafatajógakennari fer í fyrirtæki og býður uppá 15-20 mín tíma sem henta vel í kaffipásur eða matarhlé.

Nú verður hægt að fá Jakkafatajóga© inní fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi!

Í Jakkafatajóga© gerum við einfaldar jógaæfingar sem auka blóðflæði til heila og helstu vöðva sem getur skilað sér í bættri líðan, aukinni eflingu starfsfólks og mögulega meiri afköstum.

Æfingarnar eru ýmist gerðar standandi eða sitjandi á stól og eru sérsniðnar að þeim sem sitja mikið við sína vinnu. Gert er ráð fyrir að iðkendur klæðist sínum hefðbundna skrifstofufatnaði við framkvæmd æfinganna. Ekki þarf mikið pláss fyrir hvern og einn; matsalur eða fundaherbergi henta í flestum tilfellum vel.

Eygló Egilsdóttir byrjaði að bjóða uppá Jakkafatajóga© á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Jakkafatajóga© er nú orðið það vinsælt að það hefur dreifst útá landsbyggðina. Nú er ekki einungis hægt að fá til sín Jakkafatajógakennara í Reykjavík, heldur hefur Suðurlandið bæst við, auk Akureyrar og Reykjanesskagans.

Ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni!

Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.jakkafatajoga.is

Einnig er hægt að hafa samband við mig á jakkafatajoga@uni.is