Helga Jörð ~ Helga Líf Hugleiðslusería

Móður Jarðar Hugleiðslur sem aðstoða við jarðtengingu, & við tenginguna við allt sem heilagt er í náttúrunni.

Við fæðumst á Móður Jörð. Komum inn í þennan heim, manneskjur sem reiðum okkur á ávexti jarðar, vatn, loft og næringu til að lifa af hér í þessu lífi.  Móðir Jörð er sú sem fæðir okkur og klæðir, & umvefur okkur þessu tækifæri sem lífið er.

Við göngum lífsins veg og gleymum oft mikilvægi þess að vera í tengingu við Jörðina okkar & okkur sjálf. Það að hlusta á eigin líkama & lífsorku, og í meðvitund hlúa að okkur, getur verið lykillinn að hamingjusamara lífi. Móðir Jörð hefur ekki bara eiginleikann að hlúa að okkur mannfólkinu með matnum & næringunni sem hún veitir. Hún færir okkur einnig orku sína og möguleikann á að kynnast okkur sjálfum uppá nýtt – er við byrjum að hlusta á hana & flæði hennar.

Unnur Arndísar Seiðkona vinnur nú að Móður Jarðar hugleiðslum sem aðstoða við að færa betri jarðtengingu & sátt við eigið líf og líkama.  Hugleiðslurnar verða gefnar út hver af annarri og er því hægt að nálgast þetta viðfangsefni skref fyrir skref.

Hugleiðslurnar verða 5 í allt – og eru sem hér segir: Jörð, Vatn, Loft, Eldur & Kjarni.

 

Hugleiðsla nr 1 heitir JÖRÐ & kom út 26.júní 2020.
Hugleiðslan Jörð færir jarðtengingu og aukna virðingu til Móður Jarðar.
Hugleiðslan Jörð kostar 1000 kr

Sendu tölvupóst á uni@uni.is til að versla

 

Hugleiðsla nr 2 heitir VATN & kom út 2.september 2020, á Fullu Tungli.
Hugleiðslan Vatn færir mjúka tengingu við vatnið í líkamanum og á jörðinni, & aðstoðar okkur við að gefa eftir og treysta flæði lífsins.
Hugleiðslan Vatn kostar 1000 kr

Sendu tölvupóst á uni@uni.is til að versla.

 

Hugleiðslurnar Loft, Eldur & Kjarni koma út haustið 2020

Móður Jarðar hugleiðslurnar færðu sendar sem niðurhal. Hleður þeim niður á símann þinn eða í tölvu – og getur hlustað hvar sem þú ert stödd /staddur.
Hægt er að nýta hljóðupptökurnar í kyrrð og ró – sitjandi heima við. En þar sem hugleiðslurnar eru hlaðnar niður á símann þinn – er hægt að hlusta á ferð og flugi einnig.

Taktu skrefið í átt að betri tengingu við Móður Jörð og þig sjálfa/nn.

 

Unnur Arndísardóttir Seiðkona & Yogakennari býður uppá hugleiðslur á netinu sem aðstoða við jarðtengingu, ró og frið. Unnur hefur seinustu 10 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna, hinn helga kvenkraft & Móður Jörð.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Íslensku Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

 

 

 

~Uni~
Unnur Arndísardóttir
www.uni.is
uni@uni.is