Uni

~Kærleikur~ Hugleiðsluáskorun

 

~Kærleikur~
Hugleiðsluáskorun

Hugleiðsla í 21 dag – á veraldarvefnum

“Kærleikur” er hugleiðsluáskorun þar sem þú færð tækifæri til að tileinka þér hugleiðslu í 21 dag, og þannig útbúið nýja hugleiðslu-rútínu í þínu lífi. 

Unnur Arndísardóttir jógakennari ásamt bróður sínum Andrési Lárussyni tónlistarmanni, hefur útbúið lítið Hugleiðslunámskeið á veraldarvefnum. Um leið og þú skráir þig færðu sendar 2 leiddar hugleiðsluupptökur sem þú getur svo tileinkað þér í 21 dag.
Þessar upptökur getur þú svo geymt á tölvunni þinni og hlustað á hvenær sem hentar þér. 

Hugleiðslurnar á þessu námskeið eru kærleikshugleiðslur þar sem áherslan er lögð á kærleik og sátt við sitt eigið sjálf.  Hugleiðslurnar eru annars vegar Morgunhugleiðsla og hins vegar Kvöldhugleiðsla. Hver og einn hefur svo val um að hugleiða 2svar á dag í 21 dag, eða 1 sinni á dag í 21 dag.
Námskeiðið inniheldur leiðbeningar í rituðu máli, sem veita örlitla innsýn í hugleiðslu, og hvernig við tileinkum okkur þessar aðferðir í daglegu lífi. 

Langar þig að hugleiða reglulega og útbúa þína eigin hugleiðslurútínu? Það að tileinka sér eitthvað í 21 dag hjálpar til að við búa til rútínu í lífi okkar. Því færir þetta námskeið þér leið til að byrja, setja þér hugleiðslu-markmið og þannig útbúa nýja rútínu í þínu lífi. 

Unnur Arndísar jógakennari leiðir æfingarnar, en slökunartónlistin er eftir bróður hennar Andrés Lárusson tónlistarmann. 

“Kærleikur – hugleiðsluáskorun” hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að færa meiri ró og kyrrð inní líf sitt. Með leiddri hugleiðslu fær hugurinn frið, sem aðstoðar okkur við að slaka á og gefa eftir. Það góða við að taka hugleiðslu-áskorun sem fer fram á netinu, er að þú getur hugleitt hvar og hvenær sem hentar þér. 

Skráðu þig á uni@uni.is og fáðu sendar hugleiðslur sem hægt er að hlusta á hvenær sem er og á þeim tíma sem henta þínu lífi. 

Námskeiðið kostar 5000 kr
Skráning og nánari upplýsingar veitir Unnur Arndísar
uni@uni.is 

 

Unnur Arndísardóttir jógakennari og tónlistarkona hefur stundað yoga frá árinu 1993, en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016. Nýverið fékk Unnur einnig kennsluréttindi í Restorative Yoga frá Yoga Somatics.
Unnur kennir Slökunarjóga, sem er mjúk blanda af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu, þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró. Unnur er nú búsett í Kaupmannahöfn en útbýr hugleiðslur og Gyðjunámskeið á veraldarvefnum.

 

Andrés Lárusson tónlistarmaður semur ljúfa og notalega slökunartónlist, sem býr til hið fullkomna rými til slökunar. Með tilfinningu og alúð veitir hann tónlistinni það flug sem þarf til að öðlast hugarró og frið.