*Hugleiðsla og Slökun með Tónheilun*

Þriðjudaginn 16.apríl 2024 kl 18:00-19:30
Jógahornið Þorlákshöfn

-Langar þig að eiga ljúfa og friðsæla stund sem nærir líkama og sál?

Unnur Arndísardóttir jógakennari & tónlistarkona býður uppá friðsæla og mjúka kyrrðarstund í Jógahorninu þar sem Unnur leiðir hugleiðslu, mjúkar jóga- og öndunaræfingar og endar svo á notalegri Tónheilunar-slökun með söng og mjúkum trommuslætti.

Heilandi og notaleg stund sem nærir andann.

Í nútíma samfélagi þar sem allt gerist á miklum hraða er mikilvægt að hægja örlítið á sér og næra líkama og sál. Með hugleiðslu og mjúku yoga tengjumst við friðnum hið innra, og færum kyrrð og sátt inní líf okkar og umhverfi.

Kyrrðarstundin kostar 6000 kr og fer fram í Jógahorninu Þorlákshöfn.

Engin reynsla af Yoga eða hugleiðslu þörf til að taka þátt.
Einnig er hægt að sitja eða liggja allan tíman og því er hreyfihömlun af öllum toga ekki fyrirstaða þátttöku.

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016, & Restorative Yoga frá Yoga Somatics árið 2018.
Unnur semur og flytur sína eigin tónlist - en hún hefur tileinkað líf sitt Íslensku Gyðjunni og flytur við þetta tilefni ljóð og tóna tileinkaða Gyðjuorkunni.

~Uni~
Unnur Arndísar
www.uni.is
[email protected]