Uni

*Norræna Tunglið*

 

Norræna Tunglið

-Tunglathafnir á netinu-

Íslenska Gyðjan, Tunglorkan og Norræna Árstíðarhjólið

Árið 2018 færir okkur 12 Ný tungl
12 tækifæri til að tengjast Gyðjunni og árstíðum Móður Jarðar

Unnur Arndísardóttir Seiðkona býður uppá tunglathafnir á netinu sem hún kallar Norræna Tunglið.
Einu sinni í mánuði allt árið 2018, á öllum nýju tunglum ársins, getur þú fengið sent á tölvupóstinn þinn tunglathafnir sem þú getur gert sjálf heima í stofu.
Á hverju nýju tungli færð þú sendar hugleiðslur, öndunaræfingar, uppskrift af seremoníu sem þú getur gert heima í stofu og upplýsingar um Gyðjuna sem fylgir tunglinu og árstíðinni hvert sinn.
Þú færð tækifæri til að tengjast Íslensku Gyðjunni, Tunglorkunni og Móður Jörð. Við ferðumst í gegnum árið og kynnumst hvernig tunglorkan og árstíðirnar á Íslandi hafa áhrif á okkar innra líf og líðan.

Langar þig að setja þér fallegt markmið árið 2018?
Langar þig að læra meira um flæði tunglsins og árstíðir Móður Jarðar?
Langar þig að kynnast Íslensku Gyðjunum og þannig kynnast Gyðjunni innra með þér enn betur?

“Norræna tunglið” veitir þér fallegt ferðalag í átt að sjálfri þér.
Þar sem tunglorkan, Íslenska Gyðjan og Móður Jörð leiðir þig í átt að töfrunum hið innra. 

 ~Amma tungl~

Hvert nýtt tungl færir nýja byrjun. Á Nýju tungli fáum tækifæri til að hlusta á rödd alheimsins og Gyðjunnar í flæði tunglsins.
Tunglorkan hefur áhrif á sjávarföll Móður Jarðar. Tunglorkan hefur einnig djúpstæð áhrif á konur, tíðarhring kvenna og tilfinningar.
Með því að skoða flæði tunglsins lærum við að hlusta betur á líkama okkar og líðan. Við færumst nær innsæji okkar og visku þegar við finnum þessi djúpu tengls á milli tungls og konu.
Amma Tungl hefur fylgt þér eftir á allri þinni lífsleið. Hún geymir töfrandi tenginguna við okkar innra sjálf og Gyðju. Leyfðu þér að hlusta á töfrandi söng hennar og finndu að þinn innri söngur er í takt við hennar.

 

~Móðir Jörð~

Móðir Jörð flæðir einnig í gegnum rhytma og árstíðir. Móðir Jörð er á óendanlegri hreyfingu og í dansi í alheiminum með plánetum sólkerfis okkar. Móðir Jörð er sú sem nærir okkur og klæðir. Hún færir okkur vatnið og næringuna, og heldur lífinu á jörðinni uppi.
Með því að læra að fylgja árstíðum Móður Jarðar finnum við hvernig okkar eigið flæði í gegnum lífið er í takt við Móður Jörð. Við finnum að árstíðirnar hafa áhrif á okkar innri líðan og líf.
Árstíðirnar færa okkur tenginguna við okkar innri Gyðju í takt við Móður Jörð.
Við fylgjum Norræna Árstíðarhjólinu til að ná betri tengingu við Móður Jörð og okkur sjálfar.
Árstíðir Norðursins færa okkur tækifæri til að kynnast vetri og myrkri með kærleika og stuðning. Milda Norræna sumarið með bjartar sumarnætur kenna okkur að sjá okkur sjálfar í skýrara ljósi. Norðurljósin og hreint íslenskt vatnið eru leiðarljós okkar í átt að sjálfskærleika og kvenlegs innsæjis.
Við lærum að hlusta á Móður Jörð, færa henni fórnir og blessanir og þannig tengjast okkar innri Norrænu Gyðju.

Í Gyðjuhefðum hvaðanæfa á fallegu Móður Jörð hafa konur fylgt rhytma og flæði tunglsins og árstíðanna, til að finna hið heilaga flæði hinnar innri Gyðju.
Norræna Tunglið býður þér að dýpka tenginguna við innri Gyðjuna með því að kynnast Norrænu Gyðjunum, árstíðum Móður Jarðar og flæði tunglsins.

Megi Gyðjan rísa!
Megi árið 2018 færa okkur kraft og kærleik!
Megi konur koma saman og tengjast hinu helga flæði alheimsins í heilögum systrahring!

 

12 tunglathafnir á Veraldarvefnum árið 2018
“Norræna Tunglið” býður uppá 12 tunglathafnir á Nýju tungli árið 2018.
Skráðu þig og fáðu sendar töfrandi athafnir og hugleiðslur í hverjum mánuði allt árið 2018.
Tunglathafnirnar fela í sér hljóðupptökur með leiddum hugleiðslum og öndunaræfingum, og athafnir sem hægt er að gera heima í stofu eða úti í náttúrunni, þú færð einnig sendar upplýsingar um Íslensku Gyðjurnar og Norrænu Árstíðirnar sem fylgja hverju nýju tungli. Þar að auki færðu senda Gyðjutónlist og möntrur sem fylgja hverju tungli og árstíð.

Ný tungl 2018

17.janúar – Gyðjan Lofn – Sjálfsblessun
15.febrúar – Gyðjan Syn – Kraftaverk
17.mars – Gyðjan Gná – Hugrekki
16.apríl – Gyðjan Sága – Töfrar
15.maí – Gyðjan Sjöfn – Ást
13.júní – Gyðjan Snotra – Fegurð
13.júlí – Gyðjan Sól – Ástríða
11.ágúst – Gyðjan Fulla – Allsnægtir
9.september – Gyðjan Gefjun – Vernd
9.október – Gyðjan Vör – Viska
7.nóvember – Gyðjan Vár – Friður
7.desember – Gyðjan Bil – Kjarninn

Hægt er að vera með í öll skiptin eða velja sér staka athöfn.
Námskeiðisgjald er 30.000 kr fyrir allar 12 athafnirnar. Eða veldu þér 6 athafnir fyrir 15.000 kr.
Stök athöfn kostar 3500 kr.

 

(Þú færð sendan Dropbox link með aðgang að hljóðupptökum og upplýsingum alltaf nokkurum dögum fyrir hvert nýtt tungl – þú þarft ekki að vera með Dropbox til að geta tekið á móti þessu, en þarft hinsvegar að vera með aðgang að internetinu til að geta hlaðið niður efninu. )

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á uni@uni.is

 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 8 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

 

Nýtt tungl 17.janúar 2018
Gyðjan Lofn og Vetrardrottning
– Sjálfsblessun –

Fyrsta nýja tungl ársins 2018 færir okkur blessunarorku.
Gyðjan Lofn og Vetrardrottningin umvefja okkur vetrinum, en minna okkur einnig á ljósið sem kviknaði á Vetrarsólstöðum. Umvefjandi töfrar nýs árs færa okkur von í myrkrinu.
Á nýju tungli í Janúar er upplagt að setja sér markmið fyrir nýja árið. Við losum og hreinsum út gamla árið og óskum okkur fyrir það nýja. Við færum okkur sjálfum blessun, sem er fyrsta skrefið á þessu töfrandi ferðalagi inn í nýtt ár.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, sjálfsblessun, hljóðupptöku með hugleiðslu og öndunaræfingu, upplýsingar um Gyðjuna Lofn og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Lofn.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 Nýtt tungl 15.febrúar 2018
Gyðjan Syn og Norðurljósin
– Kraftaverk – 

Nýtt tungl í Febrúar minnir okkur á kraftaverk lífsins. Að á meðan dimmur veturinn umvefur okkur að þá dansa Norðurljósin á himnunum. Norðurljósin minna okkur á kraftaverkin og töfrana.
Gyðjan Syn er leiðarljós í átt að jafnvægi. Því tengjum við við  Norðurljósin og töfrana á Nýju tungli og minnum okkur á jákvæðni og trúnna á töfrana og kraftaverk.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, töfrandi athöfn, hljóðupptöku með hugleiðslu og öndunaræfingu, upplýsingar um Gyðjuna Syn og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Syn.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

 Nýtt tungl 17.mars 2018
Gyðjan Gná
– Hugrekki – 

Nýtt tungl í Mars, sem er jafnframt Páskatunglið okkar í ár, færir okkur von og þrá. Við umvefjum líkamann hlýju og nærum hann með heitu tei og súkkulaði. Páskatunglið er “SúkkulaðiTungl” Norðursins, við tengjum súkkulaði þessari árstíð. Því er upplagt að skoða og næra SúkkulaðiGyðjuna á Nýju tungli.

Gyðjan Gná er gyðja hugrekkis, sem færir okkur von í brjóst og aukna orku þegar árstíðirnar breytast. Við færumst nær Vorjafndægrum og bíðum spenntar eftir bjartari dögum. Nýtt tungl í Mars veitir von og þrá, hugrekki og kraft til að taka á móti nýrri árstíð í sjálfskærleik. Við þökkum fyrir næringuna og kraftinn sem Móðir Jörð færir okkur í þessari árstíð, með næringarathöfn fyrir líkama og sál.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, töfrandi athöfn, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Gná og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Gná.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 16.apríl 2018
Gyðjan Sága
– Töfrar –

Á Nýju tungli í Apríl minnir Gyðjan Sága okkur á Töfrana. Við tileinkum okkur barnslega gleði og trúum á kraftaverk og töfra.

Gyðjan Sága er gyðja gleði og lífsorku. Vorið er farið að gera vart við sig í norðrinu og fyllir það brjóstið af nýrri orku. Við tileinkum okkur eiginleika Móður Jarðar í vorinu og leyfum draumum okkar að lýta dagsins ljós, líkt og brum að vori.
Töfrandi tunglathöfn tileinkuð Gyðjunni Ságu færir gleði og sátt.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, verndarathöfn, hljóðupptöku með hugleiðslu og öndunaræfingu, upplýsingar um Gyðjuna Gefjunni og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Gefjun.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á uni@uni.is