- Vefnámskeið -

Íslenska Gyðjan, Tunglorkan og Norræna Árstíðarhjólið
Tunglathafnir á netinu

Gyðjuathafnir á Nýju Tungli sem aðstoða við að tengjast Gyðjunni og árstíðum Móður Jarðar.
Hvert Nýtt Tungl er sem töfrandi tækifæri til að óska sér & stilla sig inn á lífsins flæði.

Unnur Arndísardóttir Seiðkona býður uppá tunglathafnir á netinu sem hún kallar Norræna Tunglið. Á öllum nýjum tunglum ársins, getur þú fengið sendar á tölvupóstinn þinn tunglathafnir sem þú getur gert sjálf heima í stofu.

Á hverju nýju tungli færð þú senda hugleiðslu, uppskrift af seremoníu og upplýsingar um Gyðjuna sem fylgir tunglinu og árstíðinni hvert sinn. Þú færð tækifæri til að tengjast Íslensku Gyðjuorkunni, Tunglorkunni og Móður Jörð.

Við ferðumst í gegnum árið og kynnumst hvernig tunglorkan og árstíðirnar á Íslandi hafa áhrif á okkar innra líf og líðan.

Langar þig að setja þér fallegt markmið?
Langar þig að læra meira um flæði tunglsins og árstíðir Móður Jarðar?
Langar þig að kynnast betur Íslensku Gyðjunum og þannig tengjast Gyðjunni innra með þér enn betur?

Norræna tunglið veitir þér fallegt ferðalag í átt að sjálfri þér.
Þar sem tunglorkan, Íslenska Gyðjuorkan og Móður Jörð leiðir þig í átt að töfrunum hið innra.

~Amma tungl~
Hvert nýtt tungl færir nýja byrjun. Á Nýju tungli fáum tækifæri til að hlusta á rödd alheimsins og Gyðjunnar í flæði tunglsins. Tunglorkan hefur áhrif á sjávarföll Móður Jarðar. Tunglorkan hefur einnig djúpstæð áhrif á konur og tíðarhring kvenna og tilfinningar. Með því að skoða flæði tunglsins lærum við að hlusta betur á líkama okkar og líðan. Við færumst nær innsæji okkar og visku þegar við finnum þessi djúpu tengls á milli tungls og konu. Amma Tungl hefur fylgt þér eftir á allri þinni lífsleið. Hún geymir töfrandi tenginguna við okkar innra sjálf og Gyðju. Leyfðu þér að hlusta á töfrandi söng hennar og finndu að þinn innri söngur er í takt við hennar.

~Móðir Jörð~
Móðir Jörð flæðir í hrynjanda og árstíðum. Móðir Jörð er á óendanlegri hreyfingu og í dansi í alheiminum með plánetum sólkerfis okkar. Móðir Jörð er sú sem nærir okkur og klæðir. Hún færir okkur vatnið og næringuna, og heldur lífinu á jörðinni uppi. Með því að læra að fylgja árstíðum Móður Jarðar finnum við hvernig okkar eigið flæði í gegnum lífið er í takt við Móður Jörð. Við finnum að árstíðirnar hafa áhrif á okkar innri líðan og líf.
Árstíðirnar færa okkur tenginguna við okkar innri Gyðju í takt við Móður Jörð.
Við fylgjum Norræna Árstíðarhjólinu til að ná betri tengingu við Móður Jörð og okkur sjálfar. Árstíðir Norðursins færa okkur tækifæri til að kynnast vetri og myrkri með kærleika og stuðning. Milda Norræna sumarið með bjartar sumarnætur kenna okkur að sjá okkur sjálfar í skýrara ljósi. Norðurljósin og hreint íslenskt vatnið eru leiðarljós okkar í átt að sjálfskærleika og kvenlegs innsæjis.
Við lærum að hlusta á Móður Jörð, færa henni fórnir og blessanir og þannig tengjast okkar innri Gyðju.

Í Gyðjuhefðum hvaðanæfa á fallegu Móður Jörð hafa konur fylgt hrynjanda og flæði tunglsins og árstíðanna, til að finna hið heilaga flæði hinnar innri Gyðju.
Norræna Tunglið býður þér að dýpka tenginguna við innri Gyðjuna með því að kynnast Norrænu Gyðjunum, árstíðum Móður Jarðar og flæði tunglsins.

Megi Gyðjan rísa!
Megi konur koma saman og tengjast hinu helga flæði alheimsins í heilögum systrahring!

Gyðjuathafnir á Veraldarvefnum


“Norræna Tunglið” býður uppá Gyðjutunglathafnir á Nýju tungli allan ársins hring.
Skráðu þig og fáðu sendar töfrandi athafnir og hugleiðslur í hverjum mánuði.
Tunglathafnirnar fela í sér hljóðupptökur með leiddum hugleiðslum, og athafnir sem hægt er að gera heima í stofu eða úti í náttúrunni, þú færð einnig sendar upplýsingar um Íslensku Gyðjurnar og Norrænu Árstíðirnar sem fylgja hverju nýju tungli. Þar að auki færðu senda Gyðjutónlist sem fylgja hverju tungli og árstíð.

Norræna Tunglið - næstu athafnir


9.febrúar - Gyðjan Syn - Kraftaverk
10.mars - Gyðjan Gná - Hugrekki
8.apríl - Gyðjan Sága - Töfrar
8.maí - Gyðjan Sjöfn - Ást
6.júní - Gyðjan Snotra - Fegurð
5.júlí - Gyðjan Sól - Ástríða
4.ágúst - Gyðjan Fulla - Allsnægtir
3.september - Gyðjan Gefjun - Vernd
2.október - Gyðjan Vör - Viska
1.nóvember - Gyðjan Vár - Friður
1.desember - Gyðjan Bil - Sátt
30.desember - Gyðjan Jörð - Jarðtenging

Með hverri athöfn fylgir:
*Gyðjuhugleiðsla
- Hljóðupptaka sem þú hleður niður og átt að eilífu. (Tóndæmi Gyðjuhugleiðslu hér að neðan)
*Nýtt tungl athöfn - uppskrift af athöfn sem þú getur framkvæmt hvar sem þú ert stödd.
*Lag Gyðjunnar
*Leiðbeningar
um altarisskreytingar, æfingar og ýmsar leiðir til að tengjast Gyðjunni.
*Facebook hópur - aðgengi að lokuðum hópi þar sem Unnur deilir reglulega upplýsingum og öðru tengdu Gyðjunni og ríkjandi tunglhring. Hér gefst einnig kostur á að ræða Gyðjuna og deila myndum og öðru slíku.

Hægt er að vera með í öll skiptin eða velja sér staka athöfn.
Námskeiðisgjald er:

30.000 kr fyrir 13 athafnir
18.000 kr fyrir 6 athafnir
Stök Gyðjuathöfn kostar 3500 kr.

Skráðu þig á póstlista Norræna Tunglsins og fáðu 10% afslátt af 6-12 Gyðjuathöfnum

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 13 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Sem tónlistarkona og tónaheilari semur Unnur tónlist og ljóð tileinkuð Íslensku Gyðjunni og Móður Jörð.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Gyðjuhugleiðsla ~ Tóndæmi: 

"Norræna tunglið hefur gefið mér meiri næði og tíma fyrir mig sjálfa, ró og frið.
Það er svo yndislegt að geta gefið sér það í erilsömu lífi sem við erum í svo oft núna.
Kærar þakkir fyrir það kæra Unnur."
Júlíana Kr. Kristjánsdóttir, Sjúkraliði

"Uni is a gifted spiritual teacher and sister bringing deep wisdom of Icelandic Goddesses to women everywhere. I have been fortunate to meet her and discover how my internal environment as a woman reflects the cycles of mother nature. This wisdom helps to understand and normalise the complex emotional and mental cycles we women experience. Her Nordic Moon Ceremonies are a medicine that can heal the most wounded hearts and minds. Her voice immediately transports you to the land of Goddess making you feel safe just like being in a mother’s womb. I highly recommend Uni’s Nordic Moon ceremonies to all women who are seeking to be healed."
Jyoti Sharma, India

“Ég var svo heppin að kynnast Unni fyrir nokkrum árum síðan.
Ég sótti nokkur námskeið hjá henni í Móðurhofinu á Stokkseyri, bæði gyðjunámskeið, yoganámskeið og svo tunglathafnir. Ég varð mjög glöð þegar Unnur byrjaði með Norræna Tunglið fyrir árið 2018 í gegnum netið þar sem mér fannst Nýja Tungls athafnirnar vanta eftir að Unnur flutti erlendis.
Mér finnst Norræna Tunglið 2018 alveg meiriháttar námskeið. Við fáum senda texta um þá gyðju sem er með hverju nýju tungli. Einnig fáum við sendar leiðbeiningar um hvernig útbúa má altari fyrir nýtt tungl. Svo er það hugleiðslan sem fylgir hverri athöfn sem er svo góð, og við höfum einnig fengið sent tónlist fyrir þá gyðju sem er fyrir viðkomandi Nýtt Tungl. Þetta er næstum því eins og að fara í Móðurhofið á Stokkseyri.
Ég mæli heilshugar með þessu netnámskeiði og ég verð með á árinu 2019.”
Þórey Guðmundsdóttir

"Deep and insightful meditations! An opportunity that I am very grateful for. Being able to celebrate each new moon, getting in touch with my inner self. Uni walks us through the meditations with such a transcendent voice, paired with a deep knowledge of the Nordic Goddesses and the rhythms of the natural world."
Pami, Portugal

"Gyðjuhugleiðslurnar hafa fært mér gleði, þetta er svo skemmtilegt, þær hafa umbreytt mér smám saman. Eftir því sem líður á árið hef ég tengst jörðinni sem lifandi veru sem þarf að virða, fara vel með og njóta. Er meira í mjúku mildu orkunni, þori að vera þar, hlusta inn á við, hvernig líður mér, hvað vil èg og nota fullyrðingarnar frá Gyðjunum styrkja mig og gefa mèr kraft. Mjög vandað lesefni sem gaman er að eiga og rifja upp og geta hlustað aftur à hugleiðslurnar og Seiðlæti. Á auðveldara með að leyfa mér að fara inn í minn töfraheim og hlusta à mig, gyðjur, álfa og engla.
Hefur hjálpað mér í mínu starfi er í miklum samskiptum við fólk sem à við margskonar heilsubrest að eiga og hefur veitt mér innblàstur við slakanir sem ég leiði.
Er svo þakklát Unni fyrir þetta innra ferðalag sem geislar svo út í ytri veröldina."
Dögg

Nýtt tungl Janúar
Gyðjan Lofn
- Sjálfsblessun -

Fyrsta nýja tungl ársins færir okkur blessunarorku.
Gyðjan Lofn og Vetrardrottningin umvefja okkur vetrinum, en minna okkur einnig á ljósið sem kviknaði á Vetrarsólstöðum. Umvefjandi töfrar nýs árs færa okkur von í myrkrinu.
Á nýju tungli í Janúar er upplagt að setja sér markmið fyrir nýja árið. Við losum og hreinsum út gamla árið og óskum okkur fyrir það nýja.

Lofn er Gyðja innri ferðalaga, ákvarðana, velgengni, mildi, góðmennsku og uppljómunar.
Í upphafi árs er mörgum hugleikið að gera betur en síðasta ár. Við setjum okkur mörg nýársheit. Förum yfir gamla árið og kveðjum allt það gamla. Oft fyllist hjartað af von og þrá í nýja orku og nýja leið í lífinu. Það er upplagt að setja sér markmið fyrir nýja árið og er nýja tunglið í Janúar upplagt til að óska sér.

Nýtt tungl Febrúar
Gyðjan Syn
- Kraftaverk -

Nýtt tungl í Febrúar minnir okkur á kraftaverk lífsins. Að á meðan dimmur veturinn umvefur okkur að þá dansa Norðurljósin á himninum. Norðurljósin minna okkur á kraftaverkin og töfrana.

Gyðjan Syn er leiðarljós í átt að jafnvægi. Við tengjum því við Norðurljósin og töfrana á Nýju tungli og minnum okkur á jákvæðni og trúnna á töfrana og kraftaverk. Í Tunglathöfninni okkar í Febrúar biðjum við Gyðjuna Syn og Norðurljósin að blessa okkur. Við beinum athygli okkar að öndun, og hvernig við færum heilun og frið inní líf okkar bara með því að anda djúpt. Við notum reykelsi til að hreinsa og tengjumst Gyðjunni Syn í hugleiðslu, óskum okkur og tengjumst kraftaverkunum í lífi okkar. 

Nýtt tungl Mars
Gyðjan Gná
- Hugrekki -

Nýtt tungl í Mars, sem er jafnframt Páskatunglið okkar í ár, færir okkur von og þrá. Við umvefjum líkamann hlýju og nærum hann með heitu tei og súkkulaði. Páskatunglið er “SúkkulaðiTungl” Norðursins, við tengjum súkkulaði þessari árstíð. Því er upplagt að skoða og næra SúkkulaðiGyðjuna á Nýju tungli.

Gyðjan Gná er gyðja hugrekkis, sem færir okkur von í brjóst og aukna orku þegar árstíðirnar breytast. Nýtt tungl í Mars veitir von og þrá, hugrekki og kraft til að taka á móti nýrri árstíð í sjálfskærleik. Við þökkum fyrir næringuna og kraftin sem Móðir Jörð færir okkur í þessari árstíð, með næringarathöfn fyrir líkama og sál.

Nýtt tungl Apríl
Gyðjan Sága
- Töfrar -

Á Nýju tungli í Apríl minnir Gyðjan Sága okkur á Töfrana. Við tileinkum okkur barnslega gleði og trúum á kraftaverk og töfra.

Gyðjan Sága er gyðja innsæjis, tilfinninga og töfra. Hún færir okkur töfra sína í Apríl þegar við oft þurfum að minna okkur á að vorið kemur að lokum. Vatnið og regnbogar Ságu fylla brjóstið af nýrri orku, og minnir Hún okkur á að nýta vatn til heilunar og blessunar.
Töfrandi tunglathöfn tileinkuð Gyðjunni Ságu og vatni færir nýja sýn inná við, gleði og sátt.

Nýtt tungl Maí
Gyðjan Sjöfn
- Ást -

Nýtt tungl í Maí er tungl ástarinnar og færir okkur kærleikann. Við nærum ástina og sjálfskærleikann, elskum okkur sjálfar eins og við erum, og færum Móður Jörð þakkir og kærleik.

Gyðjan Sjöfn er ástargyðjan sem kennir okkur að elska og vera elskaðar. Við stöndum á barmi þess þegar vorið breytist í sumar, og fögnum því að blómin taka að blómstra. Við nærum hjartað í kærleikanum og leyfum hjörtum okkar að blómstra inn í sumarið af kærleik og ástríðu. Við áköllum ástargyðjuna Sjöfn og lærum að útbúa okkar eigin ástargaldur.

Nýtt tungl Júní
Gyðjan Snotra
- Fegurð -

Nýtt tungl í Júní er tungl sumars og fegurðar. Við tökum á móti sumri á Sumarsólstöðum og fögnum fegurðinni.

Gyðjan Snotra er gyðja fegurðar og sumars í fullum blóma. Hún færir okkur léttleikann og hlutleysið, og þannig býður okkur að njóta þess að anda að okkur sumri í gleði og fegurð. Við færum Móður Jörð þakklæti fyrir að færa okkur sumarið eina ferðina enn og áköllum Gyðjuna Snotru, sem færir okkur heilun á þessum árstíma.

Nýtt tungl Júlí
Gyðjan Sól
- Ástríða -

Á Nýju Tungli í Júlí minnir Gyðjan Sól okkur á lífsorkuna og sköpunarkraftinn. Við fögnum sumri og því að Móðir Jörð er í fullum blóma.

Gyðjan Sól er gyðja frægðar og frama, skýrleika og fegurðar. Hún aðstoðar okkur að stíga inní okkar eigin styrk og leyfa okkur að geisla til heimsins allri þeirri fegurð sem í okkur býr. Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Sól umvefjum við okkur fegurðarljósi sólarinnar, blessum hvert skref sem við tökum á Móður Jörð og þökkum fyrir skýrleikann og ljósið sem sumarið færir.

Nýtt tungl Ágúst
Gyðjan Fulla
- Allsnægtir -

Nýtt tungl í Ágúst er tungl allsnægta og ávaxta sumarsins. Gyðjan Fulla fyllir okkur af orku og allsnægtum, og minnir okkur á þakklætið. Sumarið hefur fært okkur fegurð sína og ávexti og nú er tími fögnuðar og þakklætis.

Gyðjan Fulla er gyðja allsnægta og hamingju. Hún minnir okkur á að þakka fyrir allt það sem Móðir Jörð hefur fært okkur í sumrinu og birtunni. Hún minnir okkur einnig á að næra og hlúa að líkama okkar og færa þakklæti fyrir styrk og heilsu. Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Fullu þökkum við fyrir og færum líkama okkar og lífi blessun og þakklæti, við færum Móður Jörð þakkir fyrir ávexti og allsnægtir sumarsins og tökum á móti blessun og frið.

Nýtt tungl September
Gyðjan Gefjun
- Vernd -

Nýtt tungl í September er tungl verndar, tilfinninga og innsæjis. Gyðjan Gefjun færir frið og sátt í enda sumars og upphafi hausts. Við kveðjum sumarið og tökum á móti haustjafndægrum með þakklæti.

Gyðjan Gefjun er gyðja verndar og tilfinninga. Hún aðstoðar okkur við að hreinsa til og skapa okkur það rými sem við þurfum til að framkvæma drauma okkar á næstu mánuðum.

Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Gefjun færum við þakkir til vatnsins og hreinsunareiginleika vatns. Vatnsathöfn Gyðjunnar Gefjun færir hreinsun og blessun í upphafi haust og vetrar.

Nýtt tungl Október
 Gyðjan Vör
- Viskukonan -

Nýtt tungl í Október er tungl innri visku, myrkurs og duldrar þekkingar. Gyðjan Vör færir okkur tengingu við okkar innri þekkingu og visku. Við tökum á móti vetri og myrkri í styrk og treystum á okkar sanna sjálf.

Gyðjan Vör er gyðja duldrar þekkingar og innri visku. Hún aðstoðar okkur við að komast að okkar sönnu kröftum og færir okkur fullkomið jafnvægi. Hún er andardráttur lífsins, og veitir sátt og styrk þegar við þurfum að leyta inná við og skoða okkar myrkustu hliðar.

Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Vör tökum við á móti myrkri vetrarins og finnum lífsneistann hið innra sem mun vera okkar leiðarljós í myrkri og kulda vetrarins.

Nýtt tungl Nóvember
Gyðjan Vár
- Friður -

Nýtt tungl í Nóvember er tungl friðar, sáttar og kyrrðar. Við stígum inní kyrrð og frið vetrarins og setjum okkur markmið, strengjum heit og sverjum eið.

Gyðjan Vár er gyðja friðar, sáttmála og aga. Hún aðstoðar okkur við að setja okkur markmið og standa við þau. Hún er verndari loforða, sáttmála og heita.
Vár er vitni og verndari þegar við setjum okkur markmið og lofum okkur sjálfum að standa við þau. Hún er mjúka, ljúfa og friðsæla viskukonan sem veit og kann allar þær sögur sem fylgja landinu okkar Íslandi.
Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Vár setjum við okkur ný andleg markmið fyrir veturinn og árstíðina sem framundan er. Við tengjum við innri frið og visku, og leytum svara og sátta hið innra.

Nýtt tungl Desember
Gyðjan Bil
-Kjarninn-

Nýtt tungl í Desember er tungl andartaksins, kyrrðar og jafnvægis.
Gyðjan Bil færir okkur nær andartakinu með töfrum sínum og tengslum við Mánagyðjuna.  Í kringum Vetrarsólstöður færumst við nær töfrum ljóss og friðar. Bil aðstoðar okkur við að tengja við töfra tunglsins og færir okkur jafnvægi og kyrrð í vetrinum.

Gyðjan Bil er gyðja augnabliksins, þolinmæði og sáttar. Hún aðstoðar okkur að lifa í núinu og að finna frið og ró í andartakinu. Hún er Tunglgyðja og færir okkur nær hrynjanda tunglsins. Hún aðstoðar konur að tengja við sinn innri hrynjanda og hið sanna kvenlega innsæji.
Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Bil hugleiðum við og tengjum við töfrana okkar og innri Mánagyðjuna sem færir okkur sannleikan með rödd sinni og söng.

13 Tungl ársins
Gyðjan Jörð
- Jarðtenging -

Sum ár fáum við að njóta þrettánda Nýja Tungls ársins - og bætist þá við Gyðjuathöfn Gyðjunnar Jörð. Þessi athöfn getur færst til á milli ára.

Gyðjan Jörð er gyðja friðsældar og ánægju. Hún minnir okkur á mikilvægi þess að tengja við jörðina með athöfnum og þakklæti. Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Jörð færum við líkama okkar þakklæti, við færum Móður Jörð þakklæti fyrir næringuna og lífið sem Hún hefur fært okkur. Við tengjum við Móður Jörð, færum henni fórnir og loforð okkar um vernd og blessun.