Uni

Norræna Vatnið 2019

Norræna Vatnið

-Vefnámskeið-

Norræna Gyðjan flæðir með árstíðum Móður Jarðar og með flæði Tunglsins.
Í gegnum árstíðirnar breytist orkan og veitir ný tækifæri til að kynnast sjálfri sér og flæðinu sem lífið sjálft er. 

Norræna Vatnið er vefnámskeið þar sem þú getur fengið sendar athafnir og leiddar hugleiðslur fyrir hverja árstíð í tengslum við Gyðjukraft, flæði Móður Jarðar og Tunglsins.

4 sinnum árið 2019 færð þú sendar hugleiðslur, uppskriftir af seremoníu og upplýsingar um Gyðjuna sem fylgir árstíðinni hvert sinn.  Þú færð tækifæri til að tengjast Íslensku Gyðjuorkunni, Tunglorkunni og Móður Jörð. Við ferðumst í gegnum árið og kynnumst hvernig árstíðirnar á Íslandi hafa áhrif á okkar innra líf og líðan. 

Við fylgjum hinu helga Árstíðarhjóli Móður Jarðar, Vatnsins og Tunglorkunnar. Útbúum athafnir og altari tileinkuð Gyðjunum, við hugleiðum og fögnum óendanlegu flæði hinnar Miklu Móður. 

Móðir Jörð flæðir í gegnum rhytma og árstíðir. Móðir Jörð er á óendanlegri hreyfingu og í dansi í alheiminum með plánetum sólkerfis okkar. Móðir Jörð er sú sem nærir okkur og klæðir. Hún færir okkur vatnið og næringuna, og heldur lífinu á jörðinni uppi.
Með því að læra að fylgja árstíðum Móður Jarðar finnum við hvernig okkar eigið flæði í gegnum lífið er í takt við Móður Jörð. Við finnum að árstíðirnar hafa áhrif á okkar innri líðan og líf. Árstíðirnar færa okkur tenginguna við okkar innri Gyðju í takt við Móður Jörð.
Við fylgjum Norræna Árstíðarhjólinu til að ná betri tengingu við Móður Jörð og okkur sjálfar.
Árstíðir Norðursins færa okkur tækifæri til að kynnast vetri og myrkri með kærleika og stuðning. Milda Norræna sumarið með bjartar sumarnætur kenna okkur að sjá okkur sjálfar í skýrara ljósi. Norðurljósin og hreint íslenskt vatnið eru leiðarljós okkar í átt að sjálfskærleika og kvenlegs innsæjis.
Við lærum að hlusta á Móður Jörð, færa henni fórnir og blessanir og þannig tengjast okkar innri Gyðju. 

Árið 2019 býður Unnur Arndísar Seiðkona uppá Norræna Vatnið- 4 Gyðjuathafnir á netinu. Þar sem við fylgjum árstíðunum með athöfnum og hugleiðslum – sem þú getur fengið sendar beint inná tölvuna þína.

Við fylgjum hinum kvenlega krafti með Vatnsathöfnum á Árstíðum sem tengjast Gyðjunni og hinum heilaga krafti Móðurinnar, þar sem hver Gyðja færir orku hverrar árstíðar fyrir sig. 

Norræna Vatnið

1.Febrúar 2019 – Gyðjan EIR
Hátíð Ljóssins – Heilun, fæðing, friður

1.Maí 2019 – Gyðjan FREYJA
Hátíð Sameiningar – Sköpun, ástríða, framkvæmd

1.Ágúst 2019 – Gyðjan FRIGG
Hátíð Allsnægta – Næring, sátt, styrkur

1.Nóvember 2019 – Gyðjan HLÍN
Hátíð Friðar – Umbreyting, traust, viska

 

Með hverri athöfn fylgir:

*Gyðjuhugleiðsla – Hljóðupptaka sem þú hleður niður og átt að eilífu. Tóndæmi má finna hér að neðan.
*2 Athafnir – Árstíðarathöfn og Tunglathöfn fyrir Fullt Tungl
*Lag Gyðjunnar
*Leiðbeningar
um altarisskreytingar, æfingar og ýmsar leiðir til að tengjast Gyðjunni og hverri Árstíð betur.
*Facebook hópur – aðgengi að lokuðum hóp þar sem Unnur deilir reglulega upplýsingum um Gyðjuna, árstíðina og tunglið. Hér getum við einnig rætt Gyðjuna og deilt myndum og öðru slíku.

Í Gyðjuhefðum hvaðanæfa á fallegu Móður Jörð hafa konur fylgt rhytma og flæði tunglsins og árstíðanna, til að finna hið heilaga flæði hinnar innri Gyðju.
Norræna Vatnið býður þér að dýpka tenginguna við innri Gyðjuna með því að kynnast Norrænu Gyðjunum, Árstíðum Móður Jarðar og flæði Tunglsins. 

Megi Gyðjan rísa!
Megi árið 2019 færa okkur kraft og kærleik!
Megi konur koma saman og tengjast hinu helga flæði alheimsins í heilögum systrahring!

Hægt er að vera með í öll skiptin eða velja sér staka athöfn.
Námskeiðisgjald er 20.000 kr fyrir 4 athafnir.
Stök athöfn kostar 7500 kr. 

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar s. 696-5867 eða á uni@uni.is 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 9 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur. 

 

Gyðjuhugleiðslu – tóndæmi: