Uni

Nýársbrenna~Nýtt tungl~Nýtt ár

Mánadís esjuMánadís esjutungl1Kertahringur

Nú er nýtt ár að falla okkur í skaut, og það fallegasta við það er að það er nýtt tungl 1.janúar 2014! Nýja tunglið er í steingeit og er því upplagt til að óska sér krafts og orku fyrir öll verkefni sem bíða okkar á nýju ári.

Þar sem nýja tunglið er 1.janúar, og þá flest okkar að njóta samveru fjölskyldu og vina, höfum við mamma ákveðið að fagna Nýju tungli og ári saman með Nýársbrennu á Klöpp í Grímsnesi sunnudaginn 5.janúar. Mæting kl 14.30, athöfnin byrjar svo kl 15 og stendur til kl 18.

Bjóðum við uppá Nýárs hreinsun og heilun, Gamlársbrennu þar sem við brennum í burtu allt það sem við erum tilbúnar að sleppa, og óskum okkur svo fyrir Nýja árið.

Allar konur velkomnar!

Brennan mun fara fram utandyra í steinahringnum okkar, þar sem tengingin við Móður Jörð er mögnuð! En svo munum við hugleiða og óska okkur innan dyra eftir það.

Allir þurfa að vera klæddir eftir veðri. Gott er einnig að koma með með sér teppi og púða til að sitja á inni, og eitthvað nasl til að gæða sér á eftir athöfnina.

Þið megið líka koma með hvít kerti, kubbakerti sem geta staðið sjálf og ekki hefur verið kveikt á áður.

Þar sem við höfum ekki mikið pláss uppá að bjóða hér á Klöpp, er mikilvægt að skrá sig. Við eigum ekki von á að allar komist að sem vilja, því biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrir 3.janúar nk.

Skráning og nánari upplýsingar á uni@uni.is eða í síma 696-5867

Endilega takið með vinkonur, systur, ömmur eða mömmur!

Komið og fagnið Nýju tungli, Nýju ári og Glænýrri orku með okkur! Tökum á móti nýju ári og fyllum okkur af allri þeirri orku með þú og verkefni þín eiga skilið.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Ég hlakka til að sjá ykkur sem flestar!
Kær kveðja og ljós
Úní