Uni

*Nýtt tungl 16.júlí – Sól og sumargleði*

sumarsól

Nýtt tungl 16.júlí 2015 – Sól og sumargleði

Þann 16.júlí fögnum við Nýju tungli með sumarveislu í Móðurhofi.

Haldin verður Sumarveisla Gyðjunnar í Móðurhofi á Stokkseyri Fimmtudaginn 16.júlí nk kl 19.30.

Sumarið er tími Íslensku Gyðjunnar Sól. Sól er lífskrafturinn og neistinn innra með okkur öllum. Hún færir líf og hvetur okkur til að lifa lífinu til fullnustu. Umvefjandi kraftur hennar birtist í sköpun okkar og ljósi. Hún opnar augu okkar fyrir fegurð lífsins og fegurðarinnar sem býr innra með okkur. Sumarið er tíminn til að njóta lífsins og veru okkur á jörðinni. Á Nýju tungli í Móðurhofi þann 16.júlí fögnum við Gyðjunni Sól.

Við munum dansa og fagna sumrinu, og ef veður leyfir kveikjum við sumarbál til heiðurs Sólar. Við endum svo fögnuðinn á að deila saman allsnægtum sumarsins.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Þar sem nú er mitt sumar og við fögnum sumri er um að gera að koma í litríkum sumarfötum, og með slæður til að vefja sig í dansi og gleði. Einnig að koma með hlý föt eftir veðri.

Að loknum dansi munum við fagna með því að deila saman allsnægtunum, og allir koma með eitthvað til að deila á allsnægtarborðið. Endilega komið með sumarlegar veigar og snarl, boðið verður uppá Gyðju-sumardrykk og te í Móðurhofi.

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 Stokkseyri.

Mæting í Móðurhof kl 19.30.

Mikilvægt er að skrá sig!
Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is

Það kostar 3000 kr að taka þátt.

Gyðju-varningur verður til sölu, og ef þið lumið á einhverju töfrandi til að selja endilega komið með það með ykkur.

Höldum allsherjar Gyðju-Sumar-veislu og gleðjumst saman konurnar!

Fögnum Gyðjunni Sól sem býr svo hlý í hjarta okkar allra!