Hugleiðslunámskeið fyrir byrjendur!

Nýtt Hugleiðslunámskeið hefst 19. febrúar nk!

Farið verður í grunninn á hugleiðslu og hugleiðslutækni.
Hvað er hugleiðsla og hvernig tileinkum við okkur hana í daglegu lífi!
Hugleiðsla færir ró og frið inní líf okkar!

4 vikna námskeið frá 19. febrúar til og með 12. mars 2013
Kennt verður á Þriðjudagskvöldum kl 20-21 í Merkigili á Eyrarbakka.
Boðið uppá te á eftir.

10.000 kr námskeiðið

Skráning og nánari upplýsingar á uni@uni.is

 


~Gyðjuathöfn~ fyrir hópinn þinn?

Ég býð uppá Gyðjuathafnir!
Langar ykkur að eiga skemmtilega stund með vinkonum, saumaklúbbnum, vinnufélögunum, í gæsapartýinu, óvissuferðinni eða bara til að lífga uppá hversdaginn?
Ég tek að mér að koma inní hópa með athafnir. Þar sem kallað er á íslensku gyðjurnar og settar fram óskir og bænir . Ég spái í tarot og rúnir. Blanda blómadropablöndur. Og við eigum mystíska og töfrandi stund saman!
Yndisleg leið til að lífga uppá vinskapinn. Og gera eitthvað öðruvísi saman!

Notaleg stund fyrir hópinn – þar sem aðal áherslan er lögð á friðsæla og fallega stund saman. Þar sem við kveikjum á kertum og hugleiðum, köllum á gyðjurnar og óskum okkur. Ég enda á því að leyfa hverjum og einum( eða þeim sem vilja) að draga spil og þá spái ég fyrir framan alla hina.

Hægt er að aðlaga þessa stund að hópnum – hvort sem um er að ræða Gæsahóp, vinkonuhóp, vinnustaðahóp eða ferðamenn. Bæði fyrir karla og konur! Mismunandi athöfn fyrir hvern hóp fyrir sig.
Tek einnig að mér að koma inní hópa sem Spákona 😉

♥ Endilega hafið samband ♥
♥ Uni ~ uni@uni.is ♥

Gyðjuathöfn á Nýju tungli 11.janúar 2013!

Föstudaginn 11 janúar 2013 er nýtt tungl í Steingeit!
Haldin verður Gyðjuathöfn því til heiðurs í Merkigili á Eyrarbakka!

Í þetta skiptið ætlum við brenna í burtu gamla árið og óska okkur inní það nýja!

Komið endilega með Hvít kerti með ykkur. Kubbakerti sem geta staðið sjálf – og ekki hefur verið kveikt á áður.

Mæting hingaði í Merkigil kl 19.30. Athöfnin byrjar kl 20 stundvíslega!

Allar konur velkomnar!

Þið megið líka endilega koma með eitthvað nasl til að gæða sér á eftir
athöfnina. Ég verð með heitt te 🙂

En endilega komið og deilið með okkur nýja tunglinu:) Hittumst saman
Gyðjurnar og biðjum fyrir okkur og heiminum:)

Það kostar 1000 kr að vera með!

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar!
Kær kveðja og ljós
Úní

Nýárs Spá!

Langar þig að forvitnast um Nýja árið?

Nýárstilboð í Spálestur – þar sem ég legg spil fyrir árið 2012 – förum yfir lærdóma þess og heilun. Leggjum svo spil og rúnir fyrir nýja árið 2013!
Hjálpar til við að taka á móti Nýju ári með opnum örmum 😉

7000 kr lesturinn

Tek einnig að mér að fara inní hópa (5 manns eða fleiri)

2013 verður ár töfra, ævintýra og friðar!

Endilega hafið samband
Unnur Arndísar
uni@uni.is

 

 

Friðarhugleiðsla á Nýju tungli 13 desember 2012 kl 20!

13 desember nk. er Nýtt tungl.
Á nýju tungli er upplagt að óska sér og biðja bænirnar sínar.
Það eru umbreytingatímar á Jörðinni okkar – og því er svo mikilvægt að við sameinumst mannfólkið í kærleiksríkri og friðsælli bæn. Nýja tunglið 13. desember er seinasta nýja tungl ársins 2012 – við erum að stíga inní nýja orku og því er upplagt að hreinsa hugann og sjá fyrir sér frið og kærleika umvefja árið 2013.
Ég býð öllum þeim sem vilja og þrá Frið í heiminum, og hjarta sér, að taka þátt!
Stígum inní nýja orku -nýtt ár-  saman – sem eitt!

Friðarhugleiðsla:
Fjólublátt kerti – hreinsað með uppáhalds ilmolíunni þinni.
Hreinsaðu hugann og farðu með athyglina í hjartað þitt. Finndu allt það sem þú ert þakklát/ur fyrir. Sæktu kærleikann, auðmýktina og friðinn fyrir að fá að vera til á þessu augnabliki.
Kveiktu á kertinu þínu með fallegustu hugsanirnar þínar og drauma í huga. Sjáðu jörðina fyrir þér baðaða í ljósi og friði. Sjáðu fólk jarðar sameinast í friði og kærleika.
Sittu með kertaloganum þínum í að minnsta kosti 15 mínútur.  Sjáðu fyrir þér þig sjálfa/nn baðaða í ljósi og kærleika. Og sjáðu þig uppfylla alla þína drauma á næstu mánuðum. Sendu fólkinu þínu ljós – en ekki gleyma að biðja fyrir sjálfri/um þér! Sendu svo jörðinni extra mikið ljós og frið. Sjáðu fyrir þér í huganum öll hin kertaljósin sem eru tendruð á þessum sama tíma í sömu friðarbæninni. Sjáðu þessi ljós sameinast og umvefja jörðina og okkur öll í kærleika og friði. Öll ljósin okkar sem tendruð eru í sama tilgangi!

Svo er hér friðarbæn sem gott er að fara með upphátt að minnsta kosti 3svar sinnum:

Friðurinn fyrir framan mig
Friðurinn fyrir aftan mig
Friðurinn fyrir ofan mig
Friðurinn fyrir neðan mig
Friðurinn allt umhverfis mig
Í dag geng ég í friði
Í dag er ég friður

Leyfðu svo friðarkertinu þínu að brenna reglulega yfir hátíðirnar. Til að friðarbænin þín dansi umhverfis þig og þína á þessum helgu tímum.
Svo þegar kertið hefur brunið niður – og slökkt á sér sjálft. Farðu þá með það og hentu útí sjó eða lifandi vatn(sem rennur í átt til sjávar) – til að innsigla bænina þína!

Ljós og friður

Úní

Slökunar og dekur helgi 18-20 janúar 2013!

 

Slökun og Hugarró
Frost & Funa Hveragerði
18-20 janúar 2013

Langar þig að byrja nýja árið í slökun og hugarró í fallegu og töfrandi umhverfi?
Anda að þér gleði og friði, og láta dekra við þig?

Helgina 18-20 janúar 2013 verður í boði Slökunar og hugleiðslu helgi á Frosti & Funa í Hveragerði. Boðið verður uppá Yoga, Hugleiðslur, Nudd, Snyrtingu, heilsusamlegt fæði frá Heilsuhælinu í Hveragerði. Heitir pottar, gufa og sundlaug á staðnum.
Dagskráin verður þannig að nægt rými er til að njóta þessa að vera í fallegu umhverfi Frosts & Funa. Við byrjum daginn á Yoga og hugleiðslu, njótum þess að nærast á yndislegu fæði frá Heilsuhælinu í Hveragerði, gerum eftirmiðdagsyoga og hugleiðum svo saman fyrir svefninn á kvöldin. Það verða Nuddari og Snyrtifræðingur á staðnum, sem bjóða uppá unaðslegar meðferðir sem hjálpa okkur að slaka enn betur á og njóta.

Fullkomin leið til að byrja árið í friði og ró. Færa ró og slökun inní kjarnann okkar og njóta þess að anda og vera til.

Kostar:
Í einstaklings herbergi  48.000 kr
Í tveggjamanna herbergi 42.000 kr

Innifalið er Gisting, Fæði, Yoga, Hugleiðslur, Bak og axlanudd, Andlitsskrúbbur og Maski, heitir pottar, gufa, sundlaug og yndisleg náttúran í kring!

*Einnig verður hægt að bóka tíma í lengri Nudd- og Snyrtimeðferðir – sem ekki eru innifaldar í verði.
*Spákona á staðnum

Unnur Arndísardóttir Yogakennari
Arndís Sveina Nuddari og Heilari
Lena Sigurmundsdóttir Snyrtifræðingur

Skráning og nánari upplýsingar gefur Unnur Arndísar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is

Nýtt tungl 13 nóvember!

Nýtt tungl athöfn í Merkigili á Eyrarbakka 13 nóvember!
Allar konur velkomnar!

Í þetta skiptið ætlum við að halda friðar-heilunar athöfn. Hver og ein fær heilun inní hringnum. Við sækjum frið og heilun inní myrkrið, inní veturinn. Færum heilun og frið inní líkama okkar og líf. Tökum fagnandi á móti vetrinum.
Komið með Græn kerti. Kubbakerti eða kerti sem standa sjálf – alveg ónotuð kerti – ekki sem búið er að kveikja á áður.
Mæting í Merkigil kl 19.30. Athöfnin byrjar kl 20!
Þið megið líka endilega koma með eitthvað nasl til að gæða sér á eftir athöfnina. Ég verð með heitt te 🙂
En endilega komið og deilið með okkur nýja tunglinu:) Hittumst saman konurnar og biðjum fyrir okkur og heiminum:)
Það kostar 1000 kr að vera með!

Eftir athöfnina mun Guðrún Bergmann kynna nýju bókina sína “Ung á öllum aldri”!

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar!
Kær kveðja og ljós
Unnur

Hver setti niður þessa girðingu?

 

Ég var einu sinni spurð að því hvað ég ætlaði að gera af mér þegar ég hætti
að vera falleg. Ég velti fyrir mér lengi á eftir hvort að sá dagur rinni
einhverntíman upp að maður hætti að vera fallegur. Dag einn vakna ég og
lít í spegil og bara ó nei nú er fegurðin runnin af mér…. Mér var nefnilega
alltaf kennt þegar ég var að vaxa úr grasi að fegurðin kæmi innan frá. En það er kannski bara einhver misskilningur sem að foreldrar mínir hafa prentað inní mitt auðtrúa hjarta. En ef að sá dagur rennur nú einhverntíman upp svona í alvöru? Myndi ég geta lifað sem sama manneskjan og ég er í dag? Myndi ég eiga sömu vini og myndi sama fólk elska mig ef að þeim finndist ég vera ljót. Og hvað er það eiginlega að vera ljótur? Fegurðin sem umheimurinn hefur kennt mér að dýrka er allt önnur en fegurðin sem ég finn inní mér. Fólki er kennt að fegurð séu litlar stelpur með litlu stráka líkama. Konur sem eru að deyja úr hor. Konur sem æla uppúr sér matnum til að “líta vel út”! Er konum ekki leyfilegt að elska líkama sinn eins og hann er? Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju okkur er endalaust kennt að það að vera í líkama sé vont. Konur mega ekki njóta þess að borða því þá verða þær alltof feitar. Konur mega ekki drekka of mikið áfengi því þá eru þær ekki dömulegar. Konur mega ekki njóta þess of mikið að ríða því þá eru þær hórur. Konur mega ekki kúka því það er ógeðslegt.
Ef kona angar af sínum eigin svita er hún subba. Ef kona litar ekki á sér hárið þegar það fer að grána þá er hún
nú eitthvað skrítin! Afhverju eru konur svona viljugar að setjast inní þessa
girðingu og sitja þar þöglar! Ég segi nei við svona leiðindum! Það er ekkert
gaman að sitja inní girðingu fegurðar staðals nútímans og vera góð stelpa!
Frekar vel ég að njóta matarins! Njóta drykkjarins! Njóta kynlífsins! Njóta
þess að vera kona í líkama! Njóta þess að vera lifandi kona! Njóta þess að
vera falleg kona á mínum eigin forsendum! Og vita það að þó að sumir
hræðist það að verða ljótir einn daginn, kemur fegurðin mín innan frá!!!!
Sama hvernig kona ég er. Ung eða gömul. Lítil eða stór! Mjö eða feit! Þá er
ég kona sem nýt þess að vera til! Lifa í núinu! Og ef einhver heldur að ég
geti ekki gert það sem ég er best í af því að ég verð orðin ljót, þá segi ég nú
bara við þessa manneskju! Farðu að lifa núna áður en að þú sjálf verður
ljót!!!! Lífið er alltof stutt að vera að eyða því í einhverja vitleysu. Hættum
að svelta konuna í okkur! Leyfum henni að dansa! Leyfum henni að syngja!
Leyfum henni að borða! Leyfum henni að drekka! Leyfum henni að elskast
með mökum okkar! Leyfum Mökum okkar að elska konuna í okkur! Konan
í okkur er búin að sitja alltof lengi inní þessari girðingu sem engin veit hver
setti niður hvort eð er. Stöndum upp stelpur og förum að njóta þess að vera
við!