Slökunarjóga í Jónshúsi

Slökunarjóga í Jónshúsi
Unnur Arndísar jógakennari býður uppá 3 vikna
Slökunarjóganámskeið á íslensku, í Jónshúsi. 

Mjúkar líkamsæfingar, öndun, slökun og hugleiðsla. 
Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Unnur Arndísardóttir yogakennari býður uppá Slökunarjóga í Jónshúsi, þar sem hún leiðir mjúkt og hægt yoga, kennir öndun, hugleiðslu og slökun.
Ef þig langar að færa frið og ró inní líf þitt – endilega komdu og vertu með.
Engin reynsla af yoga eða hugleiðslu nauðsyn til að taka þátt.

Þriðjudögum kl 17:00 – 18:15
11-25.September 2018
Námskeiðisgjald er 400 dkk 

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar
í síma 2266-6636 eða á uni@uni.is
(*námskeiðið er haldið ef næg þátttaka gefst) 

 

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016. Nýverið fékk Unnur einnig kennsluréttindi í Restorative Yoga frá Yoga Somatics. 

*Uni ~ Blessing Mother*

Uni ~ Blessing Mother

New Moon Meditation and Healing Songs
connecting with the Icelandic Goddesses

Uni offers a Meditation and Sacred Space for healing with the Icelandic Goddesses
Wednesday June 13 at 18:30 in Copenhagen

Uni leads a New Moon Meditation, and with her music helps the audience connect with the Divine Nordic Feminine through chants and drumming. 

New Moon in June is a perfect time to meditate and make new wishes for the summer.
The Moon Cycle of Summer Solstice invites us to bloom and celebrate the beauty within us all. 

Lets meet in a Sacred Circle and celebrate Summer, the New Moon and the Divine Nordic Feminine. 

Where:
Den Gyldne Sol
Trondhjemsgade 11
2100 Copenhagen

When: June 13, 2018 at 18:30

costs: 150 kr

Sign up at uni@uni.is 

Uni is a Wisdom keeper, Musician and Healer from Iceland.
She has walked a spiritual path all her life, following the wisdom of her ancestors and the inspiration of the vibrant fairy world, living within the beautiful Nature Temple of Iceland.
With a passion for spirit and healing in heart she has travelled the world and learned from different paths and traditions. Amongst others the Native American tradition in New Mexico, the Avalon Priestess training in Glastonbury and the path of Yoga and Meditation.
In Iceland, Uni has retrieved ancient wisdom from the Norse Mythology, through her close collaboration with shaman Reynir Katrinar. Together they do sacred ceremonies, performing as the duo Seiðlæti, to invoke the Goddesses through music and poems.
As a musician and soundhealer, Uni releases her own music and creates songs that bring the Nordic Goddess to the world.

*Norræna Tunglið*

 

Norræna Tunglið

-Tunglathafnir á netinu-

Íslenska Gyðjan, Tunglorkan og Norræna Árstíðarhjólið

Árið 2018 færir okkur 12 Ný tungl
12 tækifæri til að tengjast Gyðjunni og árstíðum Móður Jarðar

Unnur Arndísardóttir Seiðkona býður uppá tunglathafnir á netinu sem hún kallar Norræna Tunglið.
Einu sinni í mánuði allt árið 2018, á öllum nýju tunglum ársins, getur þú fengið sent á tölvupóstinn þinn tunglathafnir sem þú getur gert sjálf heima í stofu.
Á hverju nýju tungli færð þú sendar hugleiðslur, öndunaræfingar, uppskrift af seremoníu sem þú getur gert heima í stofu og upplýsingar um Gyðjuna sem fylgir tunglinu og árstíðinni hvert sinn.
Þú færð tækifæri til að tengjast Íslensku Gyðjunni, Tunglorkunni og Móður Jörð. Við ferðumst í gegnum árið og kynnumst hvernig tunglorkan og árstíðirnar á Íslandi hafa áhrif á okkar innra líf og líðan.

Langar þig að setja þér fallegt markmið árið 2018?
Langar þig að læra meira um flæði tunglsins og árstíðir Móður Jarðar?
Langar þig að kynnast Íslensku Gyðjunum og þannig kynnast Gyðjunni innra með þér enn betur?

“Norræna tunglið” veitir þér fallegt ferðalag í átt að sjálfri þér.
Þar sem tunglorkan, Íslenska Gyðjan og Móður Jörð leiðir þig í átt að töfrunum hið innra. 

 ~Amma tungl~

Hvert nýtt tungl færir nýja byrjun. Á Nýju tungli fáum tækifæri til að hlusta á rödd alheimsins og Gyðjunnar í flæði tunglsins.
Tunglorkan hefur áhrif á sjávarföll Móður Jarðar. Tunglorkan hefur einnig djúpstæð áhrif á konur, tíðarhring kvenna og tilfinningar.
Með því að skoða flæði tunglsins lærum við að hlusta betur á líkama okkar og líðan. Við færumst nær innsæji okkar og visku þegar við finnum þessi djúpu tengls á milli tungls og konu.
Amma Tungl hefur fylgt þér eftir á allri þinni lífsleið. Hún geymir töfrandi tenginguna við okkar innra sjálf og Gyðju. Leyfðu þér að hlusta á töfrandi söng hennar og finndu að þinn innri söngur er í takt við hennar.

 

~Móðir Jörð~

Móðir Jörð flæðir einnig í gegnum rhytma og árstíðir. Móðir Jörð er á óendanlegri hreyfingu og í dansi í alheiminum með plánetum sólkerfis okkar. Móðir Jörð er sú sem nærir okkur og klæðir. Hún færir okkur vatnið og næringuna, og heldur lífinu á jörðinni uppi.
Með því að læra að fylgja árstíðum Móður Jarðar finnum við hvernig okkar eigið flæði í gegnum lífið er í takt við Móður Jörð. Við finnum að árstíðirnar hafa áhrif á okkar innri líðan og líf.
Árstíðirnar færa okkur tenginguna við okkar innri Gyðju í takt við Móður Jörð.
Við fylgjum Norræna Árstíðarhjólinu til að ná betri tengingu við Móður Jörð og okkur sjálfar.
Árstíðir Norðursins færa okkur tækifæri til að kynnast vetri og myrkri með kærleika og stuðning. Milda Norræna sumarið með bjartar sumarnætur kenna okkur að sjá okkur sjálfar í skýrara ljósi. Norðurljósin og hreint íslenskt vatnið eru leiðarljós okkar í átt að sjálfskærleika og kvenlegs innsæjis.
Við lærum að hlusta á Móður Jörð, færa henni fórnir og blessanir og þannig tengjast okkar innri Norrænu Gyðju.

Í Gyðjuhefðum hvaðanæfa á fallegu Móður Jörð hafa konur fylgt rhytma og flæði tunglsins og árstíðanna, til að finna hið heilaga flæði hinnar innri Gyðju.
Norræna Tunglið býður þér að dýpka tenginguna við innri Gyðjuna með því að kynnast Norrænu Gyðjunum, árstíðum Móður Jarðar og flæði tunglsins.

Megi Gyðjan rísa!
Megi árið 2018 færa okkur kraft og kærleik!
Megi konur koma saman og tengjast hinu helga flæði alheimsins í heilögum systrahring!

 

12 tunglathafnir á Veraldarvefnum árið 2018
“Norræna Tunglið” býður uppá 12 tunglathafnir á Nýju tungli árið 2018.
Skráðu þig og fáðu sendar töfrandi athafnir og hugleiðslur í hverjum mánuði allt árið 2018.
Tunglathafnirnar fela í sér hljóðupptökur með leiddum hugleiðslum og öndunaræfingum, og athafnir sem hægt er að gera heima í stofu eða úti í náttúrunni, þú færð einnig sendar upplýsingar um Íslensku Gyðjurnar og Norrænu Árstíðirnar sem fylgja hverju nýju tungli. Þar að auki færðu senda Gyðjutónlist og möntrur sem fylgja hverju tungli og árstíð.

Ný tungl 2018

17.janúar – Gyðjan Lofn – Sjálfsblessun
15.febrúar – Gyðjan Syn – Kraftaverk
17.mars – Gyðjan Gná – Hugrekki
16.apríl – Gyðjan Sága – Töfrar
15.maí – Gyðjan Sjöfn – Ást
13.júní – Gyðjan Snotra – Fegurð
13.júlí – Gyðjan Sól – Ástríða
11.ágúst – Gyðjan Fulla – Allsnægtir
9.september – Gyðjan Gefjun – Vernd
9.október – Gyðjan Vör – Viska
7.nóvember – Gyðjan Vár – Friður
7.desember – Gyðjan Bil – Kjarninn

Hægt er að vera með í öll skiptin eða velja sér staka athöfn.
Námskeiðisgjald er 30.000 kr fyrir allar 12 athafnirnar. Eða veldu þér 6 athafnir fyrir 15.000 kr.
Stök athöfn kostar 3500 kr.

*Haust-tilboð:
Fáðu seinustu 4 tunglathafnirnar árið 2018 fyrir 10.000 kr – ef þú skráir þig fyrir 9.september 2018 <3 

 

(Þú færð sendan Dropbox link með aðgang að hljóðupptökum og upplýsingum alltaf nokkurum dögum fyrir hvert nýtt tungl – þú þarft ekki að vera með Dropbox til að geta tekið á móti þessu, en þarft hinsvegar að vera með aðgang að internetinu til að geta hlaðið niður efninu. )

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á uni@uni.is

 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 8 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

 

Nýtt tungl 17.janúar 2018
Gyðjan Lofn og Vetrardrottning
– Sjálfsblessun –

Fyrsta nýja tungl ársins 2018 færir okkur blessunarorku.
Gyðjan Lofn og Vetrardrottningin umvefja okkur vetrinum, en minna okkur einnig á ljósið sem kviknaði á Vetrarsólstöðum. Umvefjandi töfrar nýs árs færa okkur von í myrkrinu.
Á nýju tungli í Janúar er upplagt að setja sér markmið fyrir nýja árið. Við losum og hreinsum út gamla árið og óskum okkur fyrir það nýja. Við færum okkur sjálfum blessun, sem er fyrsta skrefið á þessu töfrandi ferðalagi inn í nýtt ár.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, sjálfsblessun, hljóðupptöku með hugleiðslu og öndunaræfingu, upplýsingar um Gyðjuna Lofn og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Lofn.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 15.febrúar 2018
Gyðjan Syn og Norðurljósin
– Kraftaverk – 

Nýtt tungl í Febrúar minnir okkur á kraftaverk lífsins. Að á meðan dimmur veturinn umvefur okkur að þá dansa Norðurljósin á himnunum. Norðurljósin minna okkur á kraftaverkin og töfrana.
Gyðjan Syn er leiðarljós í átt að jafnvægi. Því tengjum við við  Norðurljósin og töfrana á Nýju tungli og minnum okkur á jákvæðni og trúnna á töfrana og kraftaverk.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, töfrandi athöfn, hljóðupptöku með hugleiðslu og öndunaræfingu, upplýsingar um Gyðjuna Syn og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Syn.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 17.mars 2018 
Gyðjan Gná
– Hugrekki – 

Nýtt tungl í Mars, sem er jafnframt Páskatunglið okkar í ár, færir okkur von og þrá. Við umvefjum líkamann hlýju og nærum hann með heitu tei og súkkulaði. Páskatunglið er “SúkkulaðiTungl” Norðursins, við tengjum súkkulaði þessari árstíð. Því er upplagt að skoða og næra SúkkulaðiGyðjuna á Nýju tungli.

Gyðjan Gná er gyðja hugrekkis, sem færir okkur von í brjóst og aukna orku þegar árstíðirnar breytast. Við færumst nær Vorjafndægrum og bíðum spenntar eftir bjartari dögum. Nýtt tungl í Mars veitir von og þrá, hugrekki og kraft til að taka á móti nýrri árstíð í sjálfskærleik. Við þökkum fyrir næringuna og kraftinn sem Móðir Jörð færir okkur í þessari árstíð, með næringarathöfn fyrir líkama og sál.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, töfrandi athöfn, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Gná og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Gná.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 16.apríl 2018
Gyðjan Sága
– Töfrar –

Á Nýju tungli í Apríl minnir Gyðjan Sága okkur á Töfrana. Við tileinkum okkur barnslega gleði og trúum á kraftaverk og töfra.

Gyðjan Sága er gyðja gleði og lífsorku. Vorið er farið að gera vart við sig í norðrinu og fyllir það brjóstið af nýrri orku. Við tileinkum okkur eiginleika Móður Jarðar í vorinu og leyfum draumum okkar að lýta dagsins ljós, líkt og brum að vori.
Töfrandi tunglathöfn tileinkuð Gyðjunni Ságu færir gleði og sátt.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, töfraathöfn, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Ságu og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Ságu.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 15.maí 2018
Gyðjan Sjöfn
– Ást –

Nýtt tungl í Maí er tungl ástarinnar og færir okkur kærleikann. Við nærum ástina og sjálfskærleikann, elskum okkur sjálfar eins og við erum, og færum Móður Jörð þakkir og kærleik.

Gyðjan Sjöfn er ástargyðjan sem kennir okkur að elska og vera elskaðar. Við stöndum á barmi þess þegar vorið breytist í sumar, og fögnum því að blómin taka að blómstra. Við nærum hjartað í kærleikanum og leyfum hjörtum okkar að blómstra inn í sumarið af kærleik og ástríðu. Við áköllum ástargyðjuna Sjöfn og lærum að útbúa okkar eigin ástargaldur.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, kærleiksathöfn, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Sjöfn og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Sjöfn.

 

Nýtt tungl 13.júní 2018 
Gyðjan Snotra
– Fegurð –

Nýtt tungl í Júní er tungl sumars og fegurðar. Við tökum á móti sumri á Sumarsólstöðum og fögnum fegurðinni.

Gyðjan Snotra er gyðja visku, fegurðar og sumars í fullum blóma. Hún færir okkur léttleikann og hlutleysið, og þannig býður okkur að njóta þess að anda að okkur sumri í gleði og fegurð. Við færum Móður Jörð þakklæti fyrir að færa okkur sumarið eina ferðina enn og áköllum Gyðjuna Snotru, sem færir okkur heilun á þessum árstíma.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Snotru og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Snotru.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 13.júlí 2018
Gyðjan Sól
– Ástríða –

Á Nýju Tungli í Júlí minnir Gyðjan Sól okkur á lífsorkuna og sköpunarkraftinn. Við fögnum sumri og því að Móðir Jörð er í fullum blóma.

Gyðjan Sól er gyðja frægðar og frama, skýrleika og fegurðar. Hún aðstoðar okkur að stíga inní okkar eigin styrk og leyfa okkur að geisla til heimsins allri þeirri fegurð og styrk sem í okkur býr. Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Sól umvefjum við okkur fegurðarljósi sólarinnar, blessum hvert skref sem við tökum á Móður Jörð og þökkum fyrir skýrleikann og ljósið sem sumarið færir. 

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Sól og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Sól. 

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 11.ágúst 2018
Gyðjan Fulla
– Allsnægtir –

Nýtt tungl í Ágúst er tungl allsnægta og ávaxta sumarsins. Gyðjan Fulla fyllir okkur af orku og allsnægtum, og minnir okkur á þakklætið. Sumarið hefur fært okkur fegurð sína og ávexti og nú er tími fögnuðar og þakklætis. 

Gyðjan Fulla er gyðja allsnægta og hamingju. Hún minnir okkur á að þakka fyrir allt það sem Móðir Jörð hefur fært okkur í sumrinu og birtunni. Hún minnir okkur einnig á að næra og hlúa að líkama okkar og færa þakklæti fyrir styrk og heilsu. Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Fullu þökkum við fyrir og færum líkama okkar og lífi blessun og þakklæti, við færum Móður Jörð þakkir fyrir ávexti og allsnægtir sumarsins og tökum á móti blessun og frið.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Fullu og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Fullu. 

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

 

Nýtt tungl 9.september 2018
Gyðjan Gefjun
– Vernd –

Nýtt tungl í September er tungl verndar, tilfinninga og innsæjis. Gyðjan Gefjun færir frið og sátt í enda sumars og upphafi hausts. Við kveðjum sumarið og tökum á móti haustjafndægrum með þakklæti. 

Gyðjan Gefjun er gyðja verndar og tilfinninga. Hún aðstoðar okkur við að hreinsa til og skapa okkur það rými sem við þurfum til að framkvæma drauma okkar á næstu mánuðum.
Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Gefjun færum við þakkir til vatnsins og hreinsunareiginleika vatns. Vatnsathöfn Gyðjunnar Gefjun færir hreinsun og blessun í upphafi haust og vetrar. 

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Gefjun og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Gefjun. 

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 9.október 2018
 Gyðjan Vör
– Viskukonan –

Nýtt tungl í Október er tungl innri visku, myrkurs og duldrar þekkingar. Gyðjan Vör færir okkur tengingu við okkar innri þekkingu og visku. Við tökum á móti vetri og myrkri í styrk og treystum á okkar sanna sjálf. 

Gyðjan Vör er gyðja duldrar þekkingar og innri visku. Hún aðstoðar okkur við að komast að okkar sönnu kröftum og færir okkur fullkomið jafnvægi. Hún er andardráttur lífsins, og veitir sátt og styrk þegar við þurfum að leyta inná við og skoða okkar myrkustu hliðar.
Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Vör tökum við á móti myrkri vetrarins og finnum lífsneistann hið innra sem mun vera okkar leiðarljós í myrkri og kulda vetrarins. 

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Vör og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Vör.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 7.nóvember 2018
Gyðjan Vár
– Friður –

Nýtt tungl í Nóvember er tungl friðar, sáttar og kyrrðar. Við stígum inní kyrrð og frið vetrarins og setjum okkur markmið, strengjum heit og sverjum eið.

Gyðjan Vár er gyðja friðar, sáttmála og aga. Hún aðstoðar okkur við að setja okkur markmið og standa við þau. Hún er verndari loforða, sáttmála og heita.
Vár er vitni og verndari þegar við setjum okkur markmið og lofum okkur sjálfum að standa við þau. Hún er mjúka, ljúfa og friðsæla viskukonan sem veit og kann allar þær sögur sem fylgja landinu okkar Íslandi.
Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Vár setjum við okkur ný andleg markmið fyrir veturinn og árstíðina sem framundan er. Við tengjum við innri frið og visku, og leytum svara og sátta hið innra.

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Vár og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Vár.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

 

Nýtt tungl 7.desember 2018
Gyðjan Bil
-Kjarninn-

Nýtt tungl í Desember er tungl andartaksins, kyrrðar og jafnvægis.
Gyðjan Bil færir okkur nær andartakinu með töfrum sínum og tengslum við Mánagyðjuna. Við færumst nær Vetrarsólstöðum og töfrum ljóss og friðar. Bil aðstoðar okkur við að tengja við töfra tunglsins og færir okkur jafnvægi og kyrrð í vetrinum.

Gyðjan Bil er gyðja augnabliksins, þolinmæði og sáttar. Hún aðstoðar okkur að lifa í núinu og að finna frið og ró í andartakinu. Hún er Tunglgyðja og færir okkur nær hrynjanda tunglsins. Hún aðstoðar konur að tengja við sinn innri hrynjanda og hið sanna kvenlega innsæji.
Í Tunglathöfn tileinkaðri Gyðjunni Bil hugleiðum við og tengjum við töfrana okkar og innri Mánagyðjuna sem færir okkur sannleikan með rödd sinni og söng. 

Þú færð senda tunglathöfn sem inniheldur kertaósk, hljóðupptöku með hugleiðslu, upplýsingar um Gyðjuna Bil og tunglorkuna sem er ríkjandi á þessum tunglhring, og lagið fyrir Gyðjuna Bil.

Allt sem þú þarft að gera er að skrá þig og þú færða senda tunglathöfn á Nýju tungli.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á uni@uni.is 

Slökun og Hugarró – á veraldarvefnum

~Slökun og Hugarró~

Hugleiðslu- og slökunarnámskeið á veraldarvefnum

 

Stress er eitt af því sem hrjáir flesta í nútíma samfélagi. Langvarandi stress getur haft varanleg áhrif á heilsu okkar, svefn og hvíld. Hugleiðsla, öndun og slökun eru yndislegar aðferðir til að takast á við, losa um stress og þannig aðstoða okkur við að hvílast betur og lifa friðsælla lífi. Með því að færa inní líf okkar meiri ró og frið, getum við tekist á við daglegt amstur í meiri sátt og frið.

Unnur Arndísardóttir jógakennari ásamt bróður sínum Andrési Lárussyni tónlistarmanni, hefur útbúið lítið Slökunarnámskeið á veraldarvefnum. Um leið og þú skráir þig færðu sendar 2 leiddar hugleiðsluupptökur og 1 leidda slökun.
Þessar upptökur getur þú svo geymt á tölvunni þinni og hlustað á hvenær sem hentar þér.

Hugleiðslurnar á þessu námskeiði eru annarsvegar leidd öndunaræfing, sem aðstoðar þig við að róa öndun og leiða athyglina inná við, og Friðarhugleiðsla sem aðstoðar við að færa meðvitund í líkama okkar og umhverfi með það markmið að dreifa úr frið og ró og þannig fylla líf okkar af meiri sátt og frið.
Námskeiðið inniheldur einnig leidda slökunaræfingu, sem aðstoðar við að ná dýpri slökun og hvíld, og þannig færa meiri frið og sátt inn í líkama okkar og líf.
Námskeiðið inniheldur leiðbeningar í rituðu máli, sem veita örlitla innsýn í hugleiðslu og slökun, og hvernig við tileinkum okkur þessar aðferðir í daglegu lífi.

Unnur Arndísar jógakennari leiðir æfingarnar, en slökunartónlistin er eftir bróður hennar Andrés Lárusson tónlistarmann.

Slökun og Hugarró hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að færa meiri ró og kyrrð inní líf sitt. Með leiddri slökun og hugleiðslu fær hugurinn frið, og líkaminn nær að gefa eftir og slaka.

Skráðu þig á uni@uni.is og fáðu sendar hugleiðslur sem hægt er að gera hvar sem hentar þér og á þeim tíma sem henta þínu lífi.

Námskeiðið kostar 5000 kr
Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar
uni@uni.is 

 

Unnur Arndísardóttir jógakennari og tónlistarkona hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016.
Unnur kennir Slökunarjóga, sem er mjúk blanda af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu, þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.

 

 

Andrés Lárusson tónlistarmaður semur ljúfa og notalega slökunartónlist, sem býr til hið fullkomna rými til slökunar. Með tilfinningu og alúð veitir hann tónlistinni það flug sem þarf til að öðlast hugarró og frið.

 

 

 

~Uni~
www.uni.is
uni@uni.is
s. 696-5867

 

 

*Spálestrar á Veraldarvefnum*

Tarot- og Gyðjurúnalestrar

Ertu forvitin um framtíðina? Eða ertu kannski að takast á við eitthvað nýtt í lífinu, og vantar smá aðstoð og ráð?
Það er gott og gaman að kíkja í spilin og rúnirnar, sér til skemmtunar, og kannski bara til að fá staðfestu á hvar þú ert og hvað er best að gera – til að halda áfram með höfuðið hátt!

Unnur Arndísar Seiðkona býður uppá spálestra í Gyðjurúnir og Tarotspil á veraldarvefnum, í gegnum samskiptavefinn Skype eða Facetime.

Unnur les í Tarotspil og Gyðjurúnir sem byggðar eru á Norrænu Goðafræðinni. Gyðjurúnirnar eru skornar í Djúpalónsperlur og hannaðar af Reyni Katrínarsyni listamanni og Galdrameistara. Hver Gyðja á sína rún og er táknræn fyrir ákveðna eiginleika og orku.

Í boði eru:
Einkatímar: þar sem lesið er í bæði rúnir og spil. Hægt er að færa fram spurningar.
Paralestur: þar sem farið er djúpt í eiginleika sambandsins og hvernig má bæta og gera betur. Parið geta verið elskendur, vinkonur, mæðgur, systkin o.s.frv.
Nýárslestur / Tímamótalestur: þar sem lagt er fyrir gamla árið – förum yfir lærdóma þess og heilun. Leggjum svo spil og rúnir fyrir nýja árið! Hjálpar til við að taka á móti Nýju ári með opnum örmum. Einnig hægt að uppfæra fyrir hverskonar tímamót í lífi hvers og eins.
Hópar: Unnur tekur einnig að sér hópa. Vinkonukvöld, gæsaveislur eða bara kaffiboðið.
Skype: Unnur er búsett í Kaupmannahöfn þessi misserin og því býður hún uppá spálestra fyrir Íslendinga í gegnum samskiptavefinn Skype eða á Facetime.

Pantanir í síma 696 5867 eða á uni@uni.is

Unnur Arndísar Seiðkona hefur spáð í spil frá barnsaldri. Móðir hennar Arndís kenndi henni á spilin og hefur Unnur dýpkað þekkingu sína í gegnum árin. Hún lærði á Gyðjurúnirnar frá Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Spálestra nálgast Unnur sem dægragaman og leið til heilunar. Það er gott og gaman að kíkja í spil og rúnir sér til skemmtunnar, og til að fá dýpri sýn á líf sitt og aðstæður.
Unnur vinnur sem Yogakennari, tónlistarkona og heilari.
Hún hefur helgað líf sitt Gyðjunni og Móður Jörð.

Unlock your Wisdom, Connect with your Inner Goddess

Unlock your Wisdom
Connect with your inner Goddess

Workshop and Full Moon Ceremony with Uni Arndisar and Jyoti Sharma
Full Moon May 30th, 2018 – at 10:00-14:00 

Are you seeking clarity in life with no end in sight? Are you on the quest to discover what you are meant to do in life, what will give you meaning and fulfilment, what your next steps should be? 

What if the answers you are seeking are all inside you…right now? What if you had a tool to unlock those answers and connect with your own inner wisdom? 

On a full moon, May 30, 2018, join us in a one-of-a-kind workshop combining the mystique of nature and the power of human logic to learn how to easily start connecting with your inner wisdom. 

Freyja is the Love Goddess of the North. Springtime is Her season. With a gentle and loving ceremony grounded in Mother Earth and Nature, learn how to clear away the mental noise and clutter, creating the space to  start connecting with your own Inner Wisdom, your Inner Goddess. 

Through practical and interactive exercises learn how to sharpen your ability to listen to the answers within you in any situation.

Come join the sacred circle of Magnificent Women.
Let’s together Clear the way for Clarity in the season of the Love Goddess.

Location:
Den Gyldne Sol
Tronhjemsgade 11
2100 Copenhagen

Admission Price: 700 kr. (includes light lunch and refreshments)
Register before May 18th to earn a 25% discount. SAVE 175 kr.
Early Bird Admission Price: 525 kr.

Sign up at: uni@uni.is 

The collaboration between Uni and MagniWoman, Jyoti, is the union of a wisdom keeper and a magnificence enabler, a healer and a spark igniter, a yogini and a fierce goddess, a musician and a certified coach. What unites them is their shared passion for empowering women.

Uni Arndisar is a Wisdom Keeper, Musician and Healer from Iceland.
Uni creates and leads Nordic Goddess Ceremonies where she connects with the Divine feminine and Mother Earth. Teaching about the Divine Nordic feminine through chanting, Meditation and Yoga.
Uni has walked her spiritual path, following the wisdom of her ancestors and the inspiration of the vibrant fairy world, living within the beautiful Nature Temple of Iceland.
With a passion for spirit and healing in heart she has travelled the world and learned from different paths and traditions. Amongst others the Native American tradition in New Mexico, the Avalon Priestess training in Glastonbury and the path of Yoga and Meditation.
In Iceland, Uni has retrieved ancient wisdom from the Norse Mythology, through her close collaboration with shaman Reynir Katrinar. Together they do sacred ceremonies, performing as the duo Seiðlæti, to invoke the Goddesses through music and poems.
As a musician and sound healer, Uni releases her own music and creates songs that bring the Nordic Goddess to the world.
www.uni.is 

Jyoti Sharma is a women’s magnificence coach on a mission to not have another woman’s life wasted.
From  growing up in a middle class family in India dreaming to be someone who does something incredible in the world, that dream getting lost in societal expectations, to now being an entrepreneur on a mission, Jyoti has come to realize that women are wasting their potential because of lack of clarity and the courage to take bold actions.
To bring her mission to life, Jyoti founded MagniWoman – a platform to enable and empower women to awaken to their magnificence, the world so needs right now.
As a woman with a strong foundation in spirituality, years of experience working with professionals and leaders in corporate North America, and women from all walks of life, Jyoti provides Coaching, Programs, and Content that inspires and elevates women to their true potential.
www.magniwoman.com 

Slökunarjóga í Jónshúsi – Maí 2018

Slökunarjóga í Jónshúsi

Unnur Arndísar jógakennari býður uppá 5 vikna
Slökunarjóganámskeið á íslensku í Jónshúsi. 

Mjúkar líkamsæfingar, öndun, slökun og hugleiðsla. 
Lærum að anda, slaka, njóta, og færa hugarró og frið inní daglega lífið.
Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

5 vikna námskeið – Þriðjudögum kl  17:00 – 18:15
15.Maí til og með 12.Júní 2018
Námskeiðisgjald er 550 dkr 

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 2266-6636 eða á uni@uni.is 

 

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016. Nýverið fékk Unnur einnig kennsluréttindi í Restorative Yoga frá Yoga Somatics. 

*Gyðjuathafnir fyrir hópa*

~ Gyðjuathafnir ~

Unnur Arndísardóttir býður uppá Gyðjuathafnir fyrir hópa

Notaleg stund fyrir hópinn – þar sem aðal áherslan er lögð á friðsæla og fallega stund saman. Við kveikjum á kertum og hugleiðum, köllum á Gyðjurnar og óskum okkur.
Hægt er að fá spálestur í lokin fyrir hvern og einn ef þess er óskað.
Hægt er að aðlaga þessa stund að hópnum – hvort sem um er að ræða Gæsahóp, vinkonuhóp, vinnustaðahóp, saumaklúbbinn eða ferðamenn. Bæði fyrir karla og konur!

Langar þig að eiga töfrandi og notalega stund með vinkonunum, vinnufélugunum eða saumaklúbbnum?
Gyðjuathöfn er upplögð til að fá smá krydd í tilveruna og vinskapinn.
Heilandi og nærandi stund sem gleður hjartað.

Nánari upplýsingar veitir Unnur Arndísar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is

uniatwork-72Unnur Arndísardóttir seiðkona og jógakennari býður uppá notalegar Gyðju- og náttúruathafnir.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

~Seiðlæti – Heilunarathöfn Om setrinu~

~Seiðlæti~ 

Heilunarathöfn í Om setrinu
Laugardaginn 5.maí kl 20:00

Seiðlæti, þau Úní Arndísar tónlistar-og Seiðkona, og Reynir Katrínar Hvít Víðbláinn Galdrameistari og listamaður, syngja seið og ákalla Íslensku Gyðjurnar í Heilunarathöfn Laugardaginn 5.maí kl 20:00

Í Heilunarathöfn býðst fólki að upplifa kraft íslensku kvenorkunnar, þegar Seiðlæti ákalla Gyðjur Fensala með tónlist og ljóðum af plötu sinni Þagnarþulur.
Dulmögnuð og seiðandi tónlist Seiðláta færir okkur heilun og frið, og veitir tengingu við verur og orku Íslands.

Seiðlæti gáfu út hljómplötuna Þagnarþulur sumarið 2017.
Reynir skrifaði Þagnarþulur – ljóð tileinkuð Íslenskum Gyðjum og Úní hefur samið tónlist við ljóðin.
Tónlist Seiðláta er þjóðleg, seiðmögnuð, full af dulúð og undir áhrifum frá Íslenskri náttúru.

Athöfnin fer fram á Om setrinu, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbæ

Þátttökugjald eru 5000 kr

Takmarkaður sætafjöldi er á athöfninni því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Skráning á seidlaeti@seidlaeti.com

Töframunir Reynis Katrínar verða til sölu, og gefst tækifæri á persónlegri ráðgjöf varðandi kraft og orku munanna. 

Þau Reynir Katrínar og Unnur Arndísar bjóða einnig uppá einkatíma í heilun og rúnalestri í Om setrinu Laugardaginn 5.maí og Sunnudaginn 6.maí.

Seiðlæti
www.seidlaeti.com
s. 696-5867 / 861-2004

Freyjuathöfn – Vorfögnuður

Freyjuathöfn
-tileinkuð ástargyðjunni Freyju-

 

Vorfögnuður Miðvikudaginn 2.maí 2018 kl 18:30 – 21:00 á Eyrarbakka!

Miðvikudagskvöldið 2.maí nk. fögnum við vori með Freyjuathöfn á Eyrarbakka!
Freyjuathöfnin er fyrir konur á öllum aldri, þar sem Gyðjunni hið innra er fagnað!

Nú snýst Norræna Árstíðarhjólið og fögnum við vori og árstíma ástargyðjunnar Freyju.
Ástargyðjan sem kveikir ástríðuna í maganum og kærleikann í hjartanu.
Freyja birtist í náttúrunni á þessum árstíma sem brumið á trjánum, sem mjúkur vordagur þar sem blærin kyssir kinn, og sem fallegt vorblóm sem gleður hjartað. Hún minnir okkur á vonina og trúnna á að jafnvel eftir langan, dimman veturinn kemur ljúft vorið að lokum.

Freyja kennir okkur að elska, okkur sjálfar og aðra. Hún færir blessun vorsins, og minnir okkur á að tileinka okkur eiginleika náttúrunnar í vorinu og leyfa okkur að blómstra eftir langan veturinn. Hún blessar líkama okkar með mýktinni og sjálfskærleikanum.

Í þessari Freyjuathöfn tileinkaðri Gyðjunni Freyju útbúum við ástargaldur og kærleiksaltari tileinkað Móður Jörð, við fáum hreinsun og blessun sem veitir okkur styrk í að trúa og treysta enn betur á kærleikann og ljósið sem býr innra með okkur öllum. Við hugleiðum og óskum okkur, og þannig göngum hugrakkari til móts við vorið.

Allar konur hjartanlega velkomnar. Upplagt fyrir mæðgur, vinkonur, systur og frænkur!
Finnum ástargyðjuna innra með okkur vakna til lífsins í hlýju og mýkt og hristum af okkur vetrardoðann!

Freyjuathöfnin fer fram í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
Það kostar 5.000 kr að vera með.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is 

 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 8 árin haldið Freyjudaga og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.