~Endurnærandi Yoga – á Eyrarbakka~

~Endurnærandi Yoga~
*Yoga, Hugleiðsla og Slökun til innri friðar*

Fimmtudagskvöldið 3.maí 2018 kl 18:00-21:00

~Endurnærandi Yoga þar sem áherslan er lögð á kyrrð og ró~

-Langar þig að öðlast nánari tengsl við sjálfan þig og þinn innri frið?
-Langar þig að eiga ljúfa, notalega og friðsæla kvöldstund sem nærir líkama og sál?

Unnur Arndísardóttir og Bylgja Þorvarðardóttir jógakennarar bjóða uppá friðsæla og mjúka dagsskrá þar sem þær leiða mjúkt jóga, slökun og hugleiðslur. Þær kenna endurnærandi jógastöður sem hjálpa líkamanum að slaka, öndunaræfingar og hugleiðslu sem eykur frið og ró, og kenna leiðir til að nota ilmolíur til slökunar.

Í nútíma samfélagi þar sem allt gerist á miklum hraða er mikilvægt að hægja örlítið á sér og næra sál og líkama. Með hugleiðslu og mjúku yoga færumst við nær kjarnanum okkar, og færum frið og sátt inní líf okkar.

Í Endurnærandi Yoga tengjumst við friðnum hið innra,
og færum frið og ró inní líf okkar og umhverfi.

Námskeiðið kostar 8.000 kr
Námskeiðið fer fram í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is

 

Hugleiðsla á Nýju Tungli – Yoga Sálir Selfossi

Hugleiðsla á Nýju tungli
Yoga Sálir, Selfossi
Laugardaginn 17.mars kl 13:00

Laugardaginn 17.mars kl 13:00 býður Unnur Arndísardóttir Seiðkona og Yogakennari uppá Hugleiðslu og Tunglathöfn til heiðurs Nýju Tungli á yogastöðinni Yoga Sálir á Selfossi.

Nýtt tungl er fullkomin tími til að taka á móti nýrri orku og bjóða velkomna nýja yogastöð. Yoga Sálir opnaði núna í vikunni og er því upplagt að fagna með Hugleiðslu og tunglathöfn á fyrsta nýja tungli stöðvarinnar.

Nýtt tungl í Mars er Páskatunglið í ár, þar sem við fögnum vorjafndægrum og hækkandi sól. Vorið tekur hæg skref í átt að bjartari og hlýrri dögum, sem fyllir sál og sinni von og þrá. Í tunglathöfninni munum við hugleiða, óska okkur og setja okkur ný markmið fyrir vorið og sumarið.

Unnur Arndísardóttir Seiðkona leiðir tunglathöfnina til heiðurs Yoga Sálum. Unnur er búsett í Kaupmannahöfn þessi misserin en kemur heim í stutta heimsókn um næstu helgi.

Athöfnin hefst stundvíslega kl 13:00.
Boðið verður uppá te að athöfn lokinni.
Þáttökugjald er 4000 kr

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á uni@uni.is eða í síma 696-5867. 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 8 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Slökunarjóga í Jónshúsi – Mars 2018

 Slökunarjóga í Jónshúsi
Unnur Arndísar jógakennari býður uppá 4 vikna
Slökunarjóganámskeið á íslensku í Jónshúsi. 

Mjúkar líkamsæfingar, öndun, slökun og hugleiðsla.
Lærum að anda, slaka, njóta, og færa hugarró og frið inní daglega lífið.
Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

4 vikna námskeið – Þriðjudögum kl  16:30 – 17:45
6.Mars til og með 27.Mars 2018

Námskeiðisgjald er  500 dkr 

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 2266-6636 eða á uni@uni.is

 

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016.

Slökunarjóga í Jónshúsi – Janúar 2018

Slökunarjóga í Jónshúsi
Unnur Arndísar jógakennari býður uppá 6 vikna Slökunarjóganámskeið
á íslensku í Jónshúsi. 

Mjúkar líkamsæfingar, öndun, slökun og hugleiðsla.
Tökum á móti nýju ári með mjúku jóga.
Lærum að anda, slaka, njóta, og færa hugarró og frið inní daglega lífið.
Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

6 vikna námskeið – Þriðjudögum kl  16:30 – 17:45
9.janúar til og með 13.febrúar 2018

Námskeiðisgjald er  700 dkr 

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 2266-6636 eða á uni@uni.is

 

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016.

*Athöfn á Fullu Tungli – á veraldarvefnum*

Fullt Tungl 2.janúar 2018

Nýársblessun – óskir og markmið fyrir nýja árið
-Athöfn á veraldarvefnum-

Árið 2018 byrjar með undursamlegu fullu tungli 2.janúar.
Það er upplagt að byrja árið á að óska sér og setja sér markmið. Við notum eldorkuna og kraftinn til að aðstoða okkur við að sleppa því sem ekki þjónar okkur lengur.  Við sleppum gamla árinu og þannig opnum við nýtt rými fyrir töfra og ljós inní nýtt ár.

Unnur Arndísardóttir Seiðkona býður konum að sameinast í töfrandi athöfn á veraldarvefnum, á fyrsta fulla tungli ársins. Hún býður uppá athöfn á netinu þar sem þú færð senda uppskrift af seremoníu sem þú getur gert heima í stofu, sem inniheldur hljóðupptöku með Nýárs-Hugleiðslu.

Unnur býður þér að tengjast Íslensku Gyðjunum og Tunglorkunni á fyrsta fulla tungli ársins. Við biðjum Frigg og Gyðjur Fensala að blessa leiðina okkar inní nýtt ár.

Sameinumst í Systrahring á Fullu tungli og kveikjum ljós fyrir nýtt ár, hvar sem við erum staddar.

Athöfnin kostar 3500 kr
(Þær sem skrá sig á allar athafnir Norræna Tunglsins 2018 fá þessa athöfn fría)

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á uni@uni.is 


Unnur Arndísar seiðkona
hefur seinustu 8 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Jólafriður Hugleiðslustund í Jónshúsi DK

Jólafriður

Hugleiðsla á aðventunni í Jónshúsi

Unnur Arndísar jógakennari býður uppá Hugleiðslustund í Jónshúsi Þriðjudaginn 5.desember kl 16:30 – 17:30.

Unnur leiðir hugleiðslu og öndunaræfingar með það megin markmið að nálgast innri frið og ró. Engin kunnátta í hugleiðslu er nauðsynleg til að taka þátt.
Margir upplifa mikið stress, kvíða og depurð á þessum árstíma, því er upplagt að hlúa vel að sér og bjóða frið og ró inn í líf sitt og líkama.  Jólafriðurinn byrjar innra með þér.

Hugleiðslustundin kostar 100 kr
Æfingarnar fara fram sitjandi á stól, en einhverjar jógadýnur verða á staðnum ef einhver vill frekar sitja á gólfi.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 2266 6636 eða á uni@uni.is

Unnur Arndísardóttir er tónlistarkona og yogakennari.
Unnur útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993, og kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu, þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á www.uni.is

Slökunarjóga í Jónshúsi, DK

Slökunarjóga í Jónshúsi

Unnur Arndísar jógakennari býður uppá 6 vikna Slökunarjóganámskeið
á íslensku í Jónshúsi, Kaupmannahöfn.

Þriðjudaginn 10.október kl 16.30-17.45 – FRÍR PRUFUTÍMI

Mjúkar líkamsæfingar, öndun, slökun og hugleiðsla.
Tökum á móti vetrinum með mjúku jóga.
Lærum að anda, slaka, njóta, og færa hugarró og frið inní daglega lífið.
Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

6 vikna námskeið – Þriðjudögum kl  16.30 – 17.45
17. október til og með 21. nóvember 2017

Námskeiðisgjald er  700 dkr 

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 2266-6636 eða á uni@uni.is

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016.

Seiðlæti ~ Útgáfuathöfn Iðnó 20.september!

~Seiðlæti~
Þagnarþulur

Seiðlæti sendir frá sér plötuna Þagnarþulur

Þagnarþulur er plata tileinkuð Íslensku Gyðjunum úr Norrænu Goðafræðinni

Útgáfuathöfn 20.september kl 20 á Iðnó!

Dúettinn Seiðlæti skipa þau Úní Arndísar seiðkona og tónlistarkona, og Reynir Katrínar Galdrameistara og listamann.
Reynir skrifaði Þagnarþulur – ljóð tileinkuð Íslenskum Gyðjum og Úní hefur samið tónlist við ljóðin. Þau hafa unnið að þessu verkefni í yfir 14 ár og gefa nú út plötuna Þagnarþulur.
Tónlist Seiðláta er þjóðleg, seiðmögnuð, full af dulúð og undir áhrifum frá Íslenskri náttúru.

Á plötunni Þagnarþulur eru 17 lög. Hvert og eitt tileinkað Gyðju, hver og ein Gyðja ber sína orku og kraft.  Rödd Íslensku kvenorkunnar fær hér að njóta sín á nýstrárlegan hátt.

Útgáfutónleikar og seiðmögnuð athöfn Þagnarþula verður haldin 20.september kl 20:00 á Iðnó.
Miðaverð er 2500 kr
Miða má nálgast á https://midi.is/tonleikar/1/10161/Seidlati

Plötuna Þagnarþulur má nálgast í veraldlegu diska formi en einnig sem niðurhal á netinu.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á seidlaeti@seidlaeti.com eða í síma 696-5867 / 861-2004

Seiðlæti
www.seidlaeti.com
seidlaeti@seidlaeti.com
s. 696-5867 / 861-2004

*ljósmynd og hönnun Ólöf Erla

Seiðlæti ~ Heilunarathöfn á Haustjafndægrum

Seiðlæti 

Heilunarathöfn á Haustjafndægrum

Seiðlæti, þau Úní Arndísar tónlistar-og Seiðkona, og Reynir Katrínar Hvít Víðbláinn Galdrameistari og listamaður, syngja seið og ákalla Íslensku Gyðjurnar á Haustjafndægrum.

Seiðlæti bjóða til Heilunarathafnar í Óðinshúsi á Eyrarbakka Föstudaginn 22.september kl 18.00.

Á Heilunarathöfn býðst fólki að upplifa kraft íslensku kvenorkunnar, þegar Seiðlæti ákalla Gyðjur Fensala með tónlist og ljóðum af plötu sinni Þagnarþulur.
Dulmögnuð og seiðandi tónlist Seiðláta færir okkur heilun og frið á þessum kröftugu tímum sem Haustjafndægur eru. Hér gefst fólki tækifæri á að ganga inní veturinn af krafti og kærleik.

Við kynnumst Gyðjunum með því að skoða innri heimana með seiðandi tónum, leiddri hugleiðslu og heilun.

Úní og Reynir hafa unnið saman að því í 14 ár að vekja upp Íslensku kvenorkuna. Þau fremja seið og magna upp Gyðjuna með söng og þulum, sem aðstoða okkur við að kafa dýpra inná við og finna að hinn magnaði kraftur býr hið innra og í náttúrunni allt í kringum okkur.

Þátttökugjald er 5000 kr

Takmarkaður sætafjöldi er á athöfninni því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Skráning á seidlaeti@seidlaeti.com

Töframunir Reynis Katrínar verða til sölu, og gefst tækifæri á persónlegri ráðgjöf varðandi kraft og orku munanna.

Seiðlæti
www.seidlaeti.com
s. 696-5867 / 861-2004

*Lady Hel ~ in Denmark*

~LADY HEL~

 The Mysteries of the Great Lady of the North!

Do you long to open your Heart to your Sacred Wisdom?

Are you called to Let Go and Rebirth yourself?

Do you wish to find your own Sacred Path and embrace the Wise Woman within?

Come and join us when we Journey together:

November 2nd – 5th 2017

 

Hel – by Susan Seddon-Boulet

The Sacred Nordic Mother appears to you as HEL when the year is coming to and end. Lady HEL meets you at the threshold of the Portal to Winter, when Nature is turning inwards to rest and die.

In this time of the Dark Moon and the annual time of Hibernation and Peace, you have the ability to look within and connect with your deepest wisdom.

You call upon Hel and ask her to guide you through the Darkness, letting her Northern Lights Shine brightly on the sky of the Heavens and in your own Heart.

With Lady Hel’s support and love you gain courage to look your deepest shadows in the eye. Unfolding the Holy Wholeness that Lady Hel is in Her very Essence, you unfold your own greatest mysteries.

The most beautiful Northern lights shine brightest in the darkest nights of the North. Hel is the dark night holding the Magical Northern Light within you.

 

Hel guide me through your Dark Caves of Wisdom

Hel hold me within your Loving Sacred Arms

Hel show me my Sacred Path of Mystery

You will Awaken to your inner Wisdom as we meet every day in Red Thread Circle
for Ceremony, Feminine Yoga and Journeys in Nature
– and engage in the Beautiful Spiritual Practice of revealing yourself through Intention, Colours and Paint. 

   

HEL, Great Goddess of Wisdom

Hold me in the Darkest Night of Death

Rebirth me into the Mystery of my Holy Wholeness

That I may Live the Sacred Path of my Heart

 


You will be in Circle with Women

You will be part of Sacred Ceremony honouring the Great Lady

You will spend time in harmony with Mother Nature

You will be offered to participate in Feminine Yoga

You will see and feel the light of your soul,
as you awaken your inner Goddess of Love

You will use your creativity with intention,
and paint your own unique painting of the Nordic Wise Woman
(even if you have never painted before)

  Your LADY HEL guides:

For many years we have been journeying with the Goddess of the North, following Her Sacred Path of Wisdom around the Annual Circle. In each Season and in every new Transition in the Cycle of Life, She has revealed Her Wisdom. In the Nordic Wisdom Circle we have been weaving the Light and Wisdom of the Nordic Area. From the Norse Mythology and Hidden Mysteries of Iceland, to the Gentle Wisdom of the Sami People in Norway and Sweden, and all the way to the Abundant, Embracing Softness of Denmark. The Wisdom and Light is Flowing forward, for All to Receive, Learn and Enter into a New Time of Love and Oneness.

It is a Path of Wonder – and it is Wonderful that the time is NOW – it is time to share the Light with you through Sacred Ceremony, Art and Song and in the Language of the Soul.

We welcome you into the Light of the North.

 

UNI

I am a Wisdom keeper, Musician and Healer from Iceland, and do Sacred Ceremonies to invoke the Goddess through Music and Yoga.

Read more: www.uni.is

 

GRACE

I am a Mystic, Wisdom Keeper and Energy Artist from Denmark. Holding Sacred Lineage

of Intentional Creativity to awaken

the Divine Feminine of the North.

Read more: www.roseofthenorth.org

 


WELCOME 

Do you feel called to be part of Lady HEL?

Please do not hesitate to contact us; we would Love to Welcome you!

You can reach us here:

Grace: +45 26284843, grace@roseofthenorth.org

Uni: +354 696 5867, uni@uni.is

INFORMATION ON LADY HEL

When: Thursday November 2nd 15.00 – Sunday November 5th 15.00 2017

Where: Holberggård, Standgaardsvej 8, 4760 Vordingborg, Denmark

Participants: Limited amount of participants is 8 women

Tuition: Dkr. 9.000 is all inclusive, includes all Materials, Food and Lodging.

Early Bird Signup: is only Dkr. 8.000 Expires October 2nd 2017

Signup:  To hold your space, we will ask you to deposit Dkr. 1.000 (€ 150) using Paypal. The remaining amount Dkr 3.800 (€ 510) is due on November 1st 2017.

Payment plan: If you are in need of a payment plan, please contact us.

Yoga: Soft, Feminine Yoga is offered as part of the daily program and process.

Painting as Spiritual Practice: is for everyone who long to express their inner world and manifest it through intention, colour and paint. NO painting experience is required, just curiosity and joy. Intentional Creativity is a feminine Spiritual Practice and Lineage.

Read more: www.intentionalcreativityfoundation.com 

Language: Danish, English and Icelandic