Uni

~Seiðlæti í Om Setrinu~

~Seiðlæti~
í Om setrinu Reykjanesbæ
Föstudaginn 17.ágúst kl 20:00

Seiðlæti, þau Úní Arndísar tónlistar-og Seiðkona, og Reynir Katrínar Hvít Víðbláinn Galdrameistari og listamaður, syngja seið og ákalla Íslensku Gyðjurnar í Om setrinu Reykjanesbæ Föstudaginn 17.ágúst kl 20:00

Á tónleikunum býðst fólki að upplifa kraft íslensku kvenorkunnar, þegar Seiðlæti ákalla Gyðjur Fensala með tónlist og ljóðum af plötu sinni Þagnarþulur.
Dulmögnuð og seiðandi tónlist Seiðláta færir okkur heilun og frið, og veitir tengingu við verur og orku Íslands. 

Seiðlæti gáfu út hljómplötuna Þagnarþulur sumarið 2017.
Reynir skrifaði Þagnarþulur – ljóð tileinkuð Íslenskum Gyðjum og Úní hefur samið tónlist við ljóðin.
Tónlist Seiðláta er þjóðleg, seiðmögnuð, full af dulúð og undir áhrifum frá Íslenskri náttúru. 

Tónleikarnir fara fram á Om setrinu, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær
Aðgangseyrir er 3500 kr
Takmarkaður sætafjöldi, því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Skráning á seidlaeti@seidlaeti.com

Töframunir Reynis Katrínar verða til sölu, og gefst tækifæri á persónlegri ráðgjöf varðandi kraft og orku munanna. 

Þau Reynir Katrínar og Unnur Arndísar bjóða einnig uppá einkatíma í heilun og rúnalestri í Om setrinu Sunnudaginn 19.ágúst.

Seiðlæti
www.seidlaeti.com
s. 696-5867 / 861-2004