Uni

*Slökunarnámskeið í Andagift*

 

  ~Slökunarnámskeið~

*Yoga, Hugleiðsla og Slökun til innri friðar*

Laugardaginn 11.ágúst 2018 kl 10:00-12:00
Andagift súkkulaðisetur – Reykjavík

~Endurnærandi Yoga þar sem áherslan er lögð á kyrrð og ró~

-Langar þig að öðlast nánari tengsl við sjálfan þig og þinn innri frið?
-Langar þig að eiga ljúfa, notalega og friðsæla stund sem nærir líkama og sál?

Unnur Arndísardóttir jógakennari býður uppá friðsæla og mjúka dagsskrá þar sem hún leiðir mjúkt jóga, slökun og hugleiðslur. Hún kennir endurnærandi jógastöður sem hjálpa líkamanum að slaka, öndunaræfingar og hugleiðslu sem eykur frið og ró, og gefur ráð hvernig hægt er að tileinka sér meiri frið í daglegu lífi.

Á námskeiðinu verður boðið uppá:
*Mjúkar og endurnærandi Yogaæfingar
*Öndunaræfingar
*Hugleiðsluæfingar
*Heilun
*Slökun

Í nútíma samfélagi þar sem allt gerist á miklum hraða er mikilvægt að hægja örlítið á sér og næra sál og líkama. Með hugleiðslu og mjúku yoga færumst við nær kjarnanum okkar, og færum frið og sátt inní líf okkar.

Í Endurnærandi Yoga tengjumst við friðnum hið innra,
og færum frið og ró inní líf okkar og umhverfi.

Námskeiðið kostar 5.000 kr
Námskeiðið fer fram í Andagift súkkulaðisetri, Rauðarárstíg 1, 101 Reykjavík

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is 

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016. Nýverið fékk Unnur einnig kennsluréttindi í Restorative Yoga frá Yoga Somatics.