Systrahringur Norræna Tunglsins

~Fullt tungl~

Norræna Tunglið býður uppá Systrahring á Zoom
á Fullu tungli Sunnudaginn 5.júlí kl 11:00

Fulla Tungl Gyðjunnar Snotru færir töfra og blessun, og hefur heilandi áhrif á hjörtu okkar.

Gyðjan Snotra er gyðja visku, fegurðar og sumars í fullum blóma. Hún færir okkur léttleikann og hlutleysið, og þannig býður okkur að njóta þess að anda að okkur sumri í gleði og fegurð. Við áköllum Gyðjuna Snotru & biðjum um blessun á þessu undursamlega Fulla Tungli.

Á þessum umbreytingartímum á Móður Jörð – færa Systrahringir sérstaka heilun & blessun. Þegar konur hvaðanæfa úr heiminum safnast saman í hring, deilum við heiluninni, samkenndinni og ástinni sem heimurinn þarfnast á tímum sem þessum.
Það að koma saman og eiga saman fallega Gyðjuathöfn & hugleiðslu á þessu magnaða Fulla Tungli færir frið og heilun.

Unnur Arndísar Seiðkona leiðir Gyðjuathöfn og hugleiðslu á Zoom, sem þú getur notið heima í stofu eða þar sem þú ert stödd. Stígðu inn í hinn helga hring og taktu þátt í töfrandi athöfn á Fullu Tungli.

Það kostar 1500 kr að vera með.
Þessi viðburður er frír fyrir þær sem eru skráðar í Norræna Tunglið.
Skráðu þig í næstu Gyðjuathöfn Norræna Tunglsins og fáðu þennan viðburð frían með.
Fáðu frekari upplýsingar um Norræna Tunglið hér: https://www.uni.is/norraena-tunglid2020/ 

Hringurinn fer fram á ensku – nema að allar konur hringsins séu íslenskar, þá fer allt fram á íslensku.

Sendu tölvupóst á uni@uni.is til að skrá þig.

 

Unnur Arndísar Seiðkona hefur seinustu 10 árin haldið Tungl- og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Íslensku Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon. Unnur vinnur náið með Reyni Katrínarsyni Seiðkarli í dúettinum Seiðlæti, þar sem þau semja tónlist, ljóð og athafnir tileinkaðar Íslenskum Gyðjum, Goðum, verum og vættum.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.